Kjarnar - 01.10.1953, Síða 22

Kjarnar - 01.10.1953, Síða 22
ið á fólk. Það áleit að hún hefði grátið. Nú sat hún í rósótta kjólnum og hló. Aldrei myndu menn frétta þetta. Kresten. hafði sagt, að hún væri heimsk. Flestir nágrannarnir höfðu trú- að því. En, ef til vill var hún vitrari en þeir allir til samans. Kömmu þótti skyndilega sem hún þarfnaðist hressingar. Nú kom henni til hugar hvað það skyldi vera. Madeira! En það gaf hann aðeins vildarvinum sínum, og drakk af því sjálfur. Hún fór úr sumarkjólnum og klæddist sorgarbúningnum, á móti vilja sínum. Nú mátti bú- ast við heimilisfólkinu á hverri stundu. Erf idrykkj an hlaut brátt að taka enda. Það voru þung leðurhúsgögn í herraherberginu. Austurlenzk ábreiða var á gólfinu. Þarna hafði Kresten ekki séð í aurana til þess að hafa allt sem full- komnast. Gólfábreiðan hafði kostað mikið fé. Hana ætlaði Kamma að flytja inn til sín. Hún ætlaði að hafa setustofu fyrir sig eins og óðalsbóndinn. Herbergi Krestens var skrít- ið. Á veggjunum héngu byssur, hjartarhorn og nokkur málverk sem hann áleit mikil listaverk og keypti rándýru verði. Hún ákvað, að selja þessi málverk. Þarna voru bókahillur með skrautlegum bókum. Kresten hafði aldrei lesið bækur þessar. Arinn. Framan við hann var bjarnarskinn og ritvél, er hann lærði aldrei að nota. Fingur hans voru of gildir og stirðir. Þá var peningaskápurinn. Af- ar stór og múraður inn í vegg- inn. Kamma vissi ekki hvað þar var geymt. Aldrei hafði hún fengið leyfi til þess að gægjast inn í skáp þennan. Nú á ég hann, hugsaði hún. Ég get rusl- að í þessu eins og mér gott þyk- ir. Og það geri ég. Allt mun ég athuga. Kamma tók Madeiraflösku út úr brúna skápnum og flýtti sér inn í svefnherbergið með haná. Þar var einungis tannbursta- glas til þess að drekka úr. Hún hellti allmiklu víni í glasið og heilsaði sjálfri sér í speglinum. Hún mælti: „Skál, stúlkan mín! Til haming'ju! Nú byrjar lífið fyrir þig“. Átti hún að leita að Sigvard og gefa honum glas? Nei. Þau höfðu farið varlega langa hríð, og varfærni urðu þau að við- hafa enn um stund. Hún hellti meira Madeira í glasið. „Skál, Kresten, þú hálofaði maður. Þú kvaðst mig heimska. En í raun og sannleika hefi ég drepið þig. Ég hefi framið morðið mjög hyggilega. Enginn mun geta á- sakað mig fyrir það. Þetta 20 KJARNAR — Nr. 30

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.