Kjarnar - 01.10.1953, Síða 24

Kjarnar - 01.10.1953, Síða 24
nætur, eftir að hafa svalað fýsnum hans. Þannig lék Krest- en með hana um sex ára skeið. Síðar skildi hún ekki, að hún skyldi hafa búið svo lengi við þetta, og ekki gengið burt. Ein- hver þrái olli því, að hún var svo þrásætin á Vestergárd. Henni þótti afar vænt um jörð- ina, og hafði ákveðið að verða kona Krestens, til þess að geta verið kyrr alla æfi. Kvöld nokkurt hleypti hún kjarki í sig og mælti: „Kresten. Þannig getum við ekki farið að ráði okkar lengur en komið er“. Kresten hló og mælti: „Hvers- vegna ekki, stúlkubarn? Fer ekki vel á þessu?“ „Nei, öðru nær. Fólk talar um þetta. Ég er siðprúð stúlka. En þetta er------“. „Vitanlega' ertu siðprúð“, sagði hann. Hvað varðar okkur um, hvað fólk segir? Eitthvað þarf það að hafa til þess að tala um. Lifirðu ekki eins og blóm í eggi? Viltu fá nýja vetrar- kápu?“ „Nei. Þess gerist ekki þörf. Ég vil ekki vera hér, mér til skammar og svívirðingar11. Hún brazt í grát. Hann hló og sagði: „Þá verð- urðu að fara, lambið mitt. Það er ekkert hægt við því að gera. Ég fæ aðra stúlku“. Ætíð fór hún halloka í við- skiftunum. Hann var svo stór og sterkur, og hafði ætíð sigur. Henni varð nú ljóst, að hann leit á hana sem duglega vinnu- konu og vinkonu, er notast mátti við, þar til hann fengi ríka ekkju eða heimasætu. Þá mundi hann, að líkindum, gifta sig aftur. Svo varð hún barnshafandi. Kresten varð fokvondur. Hann mælti: „Ég á ekki barnið“. Kamma titraði af auðmýkt og reiði. Hún sagði: „Hvenær hefí ég látið annan en þig koma nærri mér? Aldrei“. Það varð töluverð óánægja út úr þessu. Faðir Kömmu fór til Krestens, en var fleygt á dyr. Presturinn kom og var harðorður. Endir málsins varð sá, að Kresten gekk að eiga Kömmu. Ekki gerði hann það með ánægju. En hann var fínn maður og vildi ekki falla í áliti hjá sveitungum sínum. Hann var hræddur um, að hann kæm- ist ekki í bæjarstjórn án þess- arar giftingar, og til þess ósig- urs gat hann ekki hugsað. Brúðkaupsmorguninn sagði hann háðslega við Kömmu: „Þú fékkst vilja þínum framgengt“. Á þessari stund dó ást hennar á Kresten, og hatur til hans fæddist. Það óx og dafnaði í tíu löng ár. Barnið fæddist andvana. Hinn 22 KJARNAR — Nr. 30

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.