Kjarnar - 01.10.1953, Side 26
hana eins og vinnukonu og hjá-
konu til ígripa. Hann var lag-
inn við að halda við kvenfólkið,
án þess að aðdáendahópnum
bærust fréttir af því. Öllum
kom saman um, að hann væri
konu sinni góður, þó að hún
væri ekki upp á marga fiska.
Kamma vissi margt, sem öðr-
um var hulið. Til dæmis sam-
hald Krestens við hárgreiðslu-
dömuna inni í kaupstaðnum.
Þá hélt hann við landbúnað-
arkven-nemanda, sem var á
Norðurgarði. Kamma vissi einn-
ig hversvegna Dorrit, dóttir
skósmiðsins, fór í skyndi til
höfuðstaðarins og dvaldi þar
hálft ár.
Kamma vissi allt, en sagði
ekkert.
Hún heyrði, að vatn var látið
renna í eldhúsinu. Agnete var
komin heim. Hún var ljóshærð
og skrautgjörn. Kresten hafði
líka glápt á hana, og urðu þá
augu hans eins stór og undir-
skálar. En þannig horfði hann
á kvenfólk, er hann áleit, að
enginn veitti því athygli. Já,
Kamma vissi allt. Hún hafði
efni í margar bækur um
beizkju sína og auðmýkingu.
Hún hafði ætíð látið í minni
pokann. Eitt einasta vopn hafði
hún haft, sem í fljótu bragði
virtist gagnslítið, eins og bit-
laus hnífur-----.
Var það rödd Sigvards, er
hún heyrði af hlaðinu? Hún var
töfrandi röddin hans, en skrít-
in. Hálf sænskur framburður.
Hún hafði fallið fyrir honum
eins og þroskað blóm, þegar er
hann kom. En Kresten grunaði
ekkert. Hún gat farið á bak við
hann. Það var tvennt, sem
Kamma girntist: Vestergárd og
Sigvard. Nú mundi hún eignast
hvorttveggja.
Ofurlítið vopn hafði hún haft.
Aðeins það eina vopn. Kresten
unni góðum mat. Það var tæp-
lega hægt að telja það til mis-
gjörða, þótt hún oft bæri kræs-
ingar á borð fyrir mann sinn.
En í höndum Kömmu varð
þetta að drepandi vopni. Krest-
en var veill í maga.
Hann var afar gírugur^ í góð-
an mat. Og í gildum át hann
sér til óbóta. Læknirinn sagði
honum að hafa ákveðið matar-
æði. Kresten bölvaði því. Hann
langaði ekki til þess að kross-
festa holdið. Öðru nær. Hann
hafði aldrei neitað sér um neitt,
og matinn skyldi hann ekki við
sig spara.
Kamma bjó til hinn fyrir-
skipaða mat, samkvæmt lækn-
isráði, og bar manni sínum.
Hún hafði ætíð verið prýðileg
matselja. Hún lagði sig nú alla
fram við matargerðina. Því
meir, sem Kresten skyldi hlífa
24
KJARNAR — Nr. 30