Kjarnar - 01.10.1953, Qupperneq 26

Kjarnar - 01.10.1953, Qupperneq 26
hana eins og vinnukonu og hjá- konu til ígripa. Hann var lag- inn við að halda við kvenfólkið, án þess að aðdáendahópnum bærust fréttir af því. Öllum kom saman um, að hann væri konu sinni góður, þó að hún væri ekki upp á marga fiska. Kamma vissi margt, sem öðr- um var hulið. Til dæmis sam- hald Krestens við hárgreiðslu- dömuna inni í kaupstaðnum. Þá hélt hann við landbúnað- arkven-nemanda, sem var á Norðurgarði. Kamma vissi einn- ig hversvegna Dorrit, dóttir skósmiðsins, fór í skyndi til höfuðstaðarins og dvaldi þar hálft ár. Kamma vissi allt, en sagði ekkert. Hún heyrði, að vatn var látið renna í eldhúsinu. Agnete var komin heim. Hún var ljóshærð og skrautgjörn. Kresten hafði líka glápt á hana, og urðu þá augu hans eins stór og undir- skálar. En þannig horfði hann á kvenfólk, er hann áleit, að enginn veitti því athygli. Já, Kamma vissi allt. Hún hafði efni í margar bækur um beizkju sína og auðmýkingu. Hún hafði ætíð látið í minni pokann. Eitt einasta vopn hafði hún haft, sem í fljótu bragði virtist gagnslítið, eins og bit- laus hnífur-----. Var það rödd Sigvards, er hún heyrði af hlaðinu? Hún var töfrandi röddin hans, en skrít- in. Hálf sænskur framburður. Hún hafði fallið fyrir honum eins og þroskað blóm, þegar er hann kom. En Kresten grunaði ekkert. Hún gat farið á bak við hann. Það var tvennt, sem Kamma girntist: Vestergárd og Sigvard. Nú mundi hún eignast hvorttveggja. Ofurlítið vopn hafði hún haft. Aðeins það eina vopn. Kresten unni góðum mat. Það var tæp- lega hægt að telja það til mis- gjörða, þótt hún oft bæri kræs- ingar á borð fyrir mann sinn. En í höndum Kömmu varð þetta að drepandi vopni. Krest- en var veill í maga. Hann var afar gírugur^ í góð- an mat. Og í gildum át hann sér til óbóta. Læknirinn sagði honum að hafa ákveðið matar- æði. Kresten bölvaði því. Hann langaði ekki til þess að kross- festa holdið. Öðru nær. Hann hafði aldrei neitað sér um neitt, og matinn skyldi hann ekki við sig spara. Kamma bjó til hinn fyrir- skipaða mat, samkvæmt lækn- isráði, og bar manni sínum. Hún hafði ætíð verið prýðileg matselja. Hún lagði sig nú alla fram við matargerðina. Því meir, sem Kresten skyldi hlífa 24 KJARNAR — Nr. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kjarnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.