Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 32
og konunni minni mundi geðj-
ast illa að því“.
„Eg álít, að manninum mín-
um geðjaðist heldur ekki að
því“, sagði frú Heilbron hlæj-
andi.
Árið 1945 giftist Rose Heil-
bron mjög merkum skurðlækni,
Nataniel Burstein, og eiga þau
fjögurra ára dóttur. Vísindi
hans komu henni að ómetan-
legu gagni í einu af síðustu
morðmálum hennar árið 1951.
Málafærslumaðurinn Louis
Bloom hafði kyrkt hjákonu
sína eða ástmey í drykkjugildi
í skrifstofu sinni.
Saksóknari ríkisins hélt því
fram, að hér lægi ásetningar-
morð að baki,, vegna þess, að
lögmaðurinn hefði viljað losna
við ástmey sína, er var afar
vínhneigð og farin að spilla
fyrir honum við störf hans.
Hinn ákærði neitaði ekki alger-
lega sekt sinni. En skýrði frá
því, að hann, snemma morgun-
inn eftir, hefði gert ítrekaðar
tilraunir til að fá hina drukknu
konu til þess að fara heim. Og
að lokum, er hann vænti starfs-
fólksins á hverri stundu, hafði
hann gripið um áhls hennar til
þess, að stöðva óp hennar og
öskur. Hegningarlög hefðu kom-
ið honum í gálgann. En í varn-
arræðu sinni tíndi frú Heilbron
allt til, sem gat verið mannin-
30
um til varnar, með undraverðri
læknisfræðilegri þekkingu, og
breytti það öllu viðhorfinu. Og
eftir að hafa gefið skýrslum sér-
fræðinga langt nef, og sagt, að
lík á skrifstofu lögmannsins
væri skaðlegra fyrir starfsemi
hans en lifandi manneskja.
Væri þetta sorglegt slys, sem
ekki væri hægt að dæma sem
morð. Málafærslumaðurinn var
ekki hengdur, en fékk nokkurra
ára fangelsisvist.
Daginn eftir fékk Rose Heil-
bron bréf frá einum sinna fjöl-
mörgu aðdáenda. Það var svo-
hljóðandi:
„Kæra frú! Þér getið ekki
haldið áfram með það að fara
úr einum réttarsalnum til ann-
ars og komið fólki til að trúa
því, að menn hafi rétt til þess
að kyrkja ástmeyjar sínar. Allt
verður að hafa sín takmörk".
Síðasta stórmálið, sem hún
flutti, hefir allur heimurinn enn
í fersku minni. Það var málið
gegn nítján ára manni, Derek
Bentley, sem var ákærður fyrir
að vera meðsekur í morði á lög-
regluþjóni, en mun hafa verið
saklaus. En hann hafði þó sam-
kvæmt frásögn réttarins hvatt
sextán ára gamlan félaga sinn
til þess, að láta ekki undan lög-
reglunni. Piltur þessi skaut á
lögregluþjón og varð það hans
bani.
KJARNAR — Nr. 30