Kjarnar - 01.10.1953, Page 41
opnaðar aftur ■— og að þessu
sinni með einbeittni mikilli.
„Fyrirgefið að ég geri ónæði“
var sagt. „Sæll, faðir“, kom á
eftir. Kjellás hafði sleppt Bink-
en og stóð augliti til auglitis við
hinn unga son sinn.
„Hvaða erindi átt þú hingað?“
spurði Kjellás forstjóri.
Tone leit fyrst á Binken og
sagði svo:
„Gitta bað mig að fara hingað
og sækja þig. Hún liggur á fæð-
ingardeildinni. Hún eignaðist
tvíbura11.
Forstjórinn fékk kökk í háls-
inn. Hann spurði efablandinn:
„Bað hún þig að sækja mig?“
Tone kinkaði kolli til sam-
þykkis, og mælti: „Hana langar
til að sýna þré drengina. Þeir
líkjast þér afar mikið. Ég get
ekið þér aftur uppeftir á morg-
un“.
„Drengir?“ Forstjórinn hristi
höfuðið utan við sig. Svo gekk
hann til dyra, föstum skrefum.
Hann sagði á leiðinni: „Bíðið
dálitla stund. Ég kem aftur. Ég
þarf aðeins . . .“. Meira heyrðist
ekki. Hann var kominn fram á
ganginn.
Tone snéri sér þá að Binken
og sagði með rödd, sem titraði
af fyrirlitningu: „Þú hegðar þér
þá þannig“.
„Hegða mér“, segir Binken
svo hátt, að það nálgast öskur.
„Ég? Spurðu hann. Ég hefi ekki
komist undan þessu. Álíturðu
að ég hafi getað hrundið honum
frá mér, barist við hann og sigr-
að? Ég hefi verið að skemmta
honum eins og þið báðuð mig
að gera. Ég er dauðþreytt“. Hún
brosti og bætti við: „Og hann
er alveg uppgefinn, orðinn eins
og tuska“.
Tone gekk nær Binken og
mælti: „Álíturðu, að við get-
um vanið hann af þessum kenj-
um? Ég á við — —
Hún kinkaði kolli. „Get ég
fengið að vera með ykkur? Mig
langar til þess að sjá drengina.
Tvíburar! Minna mátti gagn
gera“.
Helen hafði ekki til hugar
komið, að þessi borginmannlegi
maður gæti orðið svo uppnæm-
ur og raun bar vitni. Hún gekk
á eftir honum áleiðis til her-
bergis hans. Þau gengu inn í
herbergið. Hann lokaði dyrun-
um og sagði þegar:
„Helen! Ég er orðinn — afi.
Tvíburar. Drengir. Hvað á ég
að gera? Gitta hefir sent Tone
eftir mér. En ég er svo ringlað-
ur, Helen. Yiltu vera svo góð að
fara með mér?“ Hann sagði
þetta eins og maður, sem er í
nauðum staddur.
„Auðvitað“, sagði Helen og
brosti. „Ef þú þarfnast mín“.
„Þarfnast þín. Sérðu ekki að
39
KJARNAR — Nr. 30