Kjarnar - 01.10.1953, Qupperneq 48
skipstjóri. Mig langar til þess
að sjá „Northstar“ úti á hafinu“.
„Það færðu á morgun“, sagði
Bill. „Hún fer sömu leið og við.
Ég álít, að við getum veifað til
hennar“.
Charlie brosti. Honum var
ljóst, að það var ákveðinn vasa-
klútur, sem Bill vildi sjá í sjón-
aukanum.
„Sumarblærinn“ sigldi rólega
út að hafinu. Hann fór fyrir
oddan, og tók stefnu til suðurs.
Morguninn eftir og fyrri
hluta dagsins var veðrið ljóm-
andi gott. En loftvogin féll.
„Sumarblærinn“ sigldi fram
hjá nokkrum skipum. Flest
skipanna voru flutningaskip eða
fiskiveiða.
Er komið var undir kvöld
sázt stórt skip koma á eftir
„Sumarblænum”, og nálgaðist
óðum, vegna þess að það var
hraðskreiðara en skip Bills.
Innan skamms gat Bill greint
merki Hubbingtons á reykháfn-
um. Hann hringdi í vélarrúmið
og bað, að hraði skipsins yrði
aukinn sem mest. Hann vildi
sýna, hve hraðskreiður „Sumar-
blærinn" væri.
Er „Northstar“ náði „Sumar-
blænum“, lét Bill blása vin-
gjarnlega kveðju til stóra skips-
ins. En fékk ekki svar. „North-
star“ hélt leiðar sinnar með
þögulli fyrirlitningu.
46
Um nóttina gerði hvassviðri,
og um morguninn var veðrið
all vont. „Sumarblærinn“ velt-
ist harkalega á öldunum.
En sólskin var og útsýn góð.
Næstum of góð til þess að trúa
sínum eigin augum, hugsaði
Bill.
Hann þurrkaði sjóngler sjón-
aukans. Jú, þarna lá „North-
star“. Reykurinn vall út úr
reykháfnum, en hún færðist
ekki úr stað. Bill hugsaði nokk-
uð um þennan viðburð. Þá
mundi hann skyndilega eftir
því, að athugasemd var á sjó-
kortinu. „Tomsbankinn“, eða
hryggurinn öðru nafni. Þessi
hryggur breytir oft lögun og
stærð, og varað er við að fara
mjög nærri honum. Hann horfði
aftur í sjónaukann. Nei, það var
ekki um að villast. „Northstar11
var strönduð.;
Bill fór inn í stýrishúsið til
þess að ráðfæra sig við Chimpy,
er var elzti og reyndasti sjó-
maður áhafnarinnar.
„Hvaða asnar eru þetta?“
urraði Chimpy. „Sjá þeir ekki
hvar þeir eru staddir?“
„Er hún föst?“ spurði Bill.
„Eins og í límpotti11, svaraði
Chimpy. „Og nú er fjara“.
„Losnar hún með flóðinu?11
„Það er ekki gott að segja11,
svaraði Chimpy og , horfði upp
KJARNAR — Nr. 30