Kjarnar - 01.10.1953, Side 49
í himininn. „Það kemur hvass-
viðri“.
,,Sumarblærinn“ flýtti för
sinni að strandaða skipinu. Bill
mælti: „Þeir hafa væntanlega
kallað á hjálp“.
„Northstar“ sat alveg föst.
Hinar aflmiklu vélar hennar
gátu ekki hreyft hana, og þar
sem fjaran óx, var ekki annað
sýnilegt en áhöfn strandaða
skipsins væri hætt öllum björg-
unartilraunum.
Sir John gekk æstur fram og
aftur um stjórnpallinn. En í
afturstafni stóð Helen ein og
horfði ljómandi augum á, er
„Sumarblærinn“ nálgaðist
„Northstar".
Öldurnar voru nú orðnar svo
háar, að Bill komst ekki hjá
því, að halda sér í brjóstrið
stjórnpallsins. Þar sem Charlie
Whitaker var við stjórn-völdin
var Bill hvergi smeykur. Hann
hugsaði ekki um hættuna, sem
var því samfara að fara fast að
grunninu eða hryggnum. Nú sá
hann fólkið á þilfari „North-
star“. Og þarna stóð Helen. Hún
veifaði.
Bill setti hátalara fyrir munn-
inn og kallaði hástöfum: „Ohoj!
Getum við hjálpað ykkur“.
Augnablik leið, en þá drundi
í sir John: „Farið áður en þið
lendið í öngþveiti“.
„Hafið þér beðið um hjálp?“
hrópaði Bill.
„Hugsið um yðar mál“, svar-
aði sir John fjúkandi reiður.
Bill hristi höfuðið. Hann gat
ekkert gert til bjargar í bili.
En hann ákvað að vera í nánd
við strandaða skipið.
Það var enginn gamanleikur
að hafa stjórn á „Sumarblæn-
um“ í þvílíku hvassviðri, rétt
hjá „hryggnum“. Svo kom
dynjandi rigning og ekki sást
til „Northstar" þrátt fyrir litla
fjarlægð. En Bill gafst ekki upp.
Að lokum kom flóðið, hægt
og hægt. En enn mundu marg-
ar klukkustundir líða þar til
„Northstar“ gæti hafið björg-
unartilraunir að nýju. Það birti,
og Chimpy kom upp á stjórn-
pall. Gamli maðurinn kreisti
augun aftur að hálfu leyti og
horfði yfir hið æsta haf. Þá
mælti hann: „Nú kemst hún af
hryggnum. Vindurinn breytir
um stefnu. Hann þrýstir sjón-
um inn yfir grynnslin samtímis
flóðinu. Og þá mun skipið
losna“.
„Álíturðu það?“ spurði Bill.
„Nei. Ég er viss um það“.
Þeir stóðu og horfðu á
„Northstar", þar sem hún lá
hjálparvana í sjóðandi briminu.
Þá mælti Chimpy: „Eigum
við ekki að fleygja kaðli yfir
til þeirra? Hún er strönduð.
KJARNAK — Nr. 30
47