Kjarnar - 01.10.1953, Side 51

Kjarnar - 01.10.1953, Side 51
Varúlfar Nazisia CKRIFSTOFA fangelsisum- sjónarmannsins í litla, þýzka bænum Weiden, sem stendur nærri Tékknesku landamærun- um, var óþrifaleg og óvistleg. Það var 28. apríl 1945, að saga þessi gerðist. Ég vann í gagn- njósnaraflokki Ameríkana, er taldist til framvarðasveita hinn- ar frægu þriðju herdeildar, sem Patton stjórnaði. Einkennis- merki okkar voru stafirnir C. I. C. Stríðið var farið að nálg- ast endalokin. Við, umboðsmenn CIC, höfð- um mikið að gera við rann- sóknir á þúsundum manna, sem herlögreglan hafði klófest. Fyrri hluta þessa dags höfð- um við Wi lliam G. Hock, fé- lagi minn „Bud“ og ég, setið önnum kafnir, án þess að hafa fundið neitt athyglisverðara en lítinn mann, er heima átti við Rín. Var hann sendur heim af „Wehrmacht“ með skjöl og' skil- ríki, sem virtust ófölsuð. Maðurinn, bláeygur og stór- eygur, andlitið rauðleitt og svipurinn sakleysislegur eins og eidammer ostur. En sjötta skiln- ingarvit okkar sagði okkur, að hann væri ekki eins ófróður og hann þóttist vera. Við létum spuringum rigna yfir manninn án afláts. Hann komst oft í mótsögn við sjálfan sig. Hann var spurður gaum- gæfilega um þátt hans í stríð- inu. Við höfðum ágætar yfir- litsskýrslur um herlið fjand- mannanna. Voru skýrslurnar samdar af fréttaþjónustumönn- um okkar. Með hjálp bókar þessarar varð verkið léttara. Hún greindi frá yfirmönnum, æðri sem lægri, við hverja her- deild, allt niður í sveitarhöfð- ingja. Voru nöfn allra þessara manna tilgreind. Það kom fljótt á daginn, að fanginn gaf rangar upplýsingar um veru sína í hernum hin síð- ustu tvö ár. Gerðum við honum ljóst, að þýðingarlaust væri fyrir hann að ljúga meiru. Við vissum hið sanna í þessu máli, og heppi- KJARNAR — Nr. 30 49

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.