Kjarnar - 01.10.1953, Side 54

Kjarnar - 01.10.1953, Side 54
að vera tilbúnir til þess, að spyrja væntanlega fanga út úr samkvæmt venju. Klukkan níu var rannsókn- inni lokið, og Bud og ég litum yfir „veiðina“. Hermennirnir komu með þrjá þýzka liðhlaupa er verið höfðu á reiki í skógin- um, og þrjá skógarhöggsmenn, er voru að störfum. Þetta var allt og sumt, sem herliðið hafði fundið. Fór það sína leið að þessu loknu. Hinir þrír skógarhöggsmenn. Við slepptum liðhlaupunum. Hundruð þýzkra hermanna voru á reiki á þessum slóðum, og biðu tækifæris, til þess að gef- ast upp. En ekki var ótrúlegt, að skógarhöggsmennirnir vissu eitthvað um varúlfa félagskap- inn. Við urðum að fá þá til þess að segja okkur það, sem þeir vissu. Það varð að flýta sér, áður en myrkrið skylli á. Að öðrum kosti var hætta á, að varúlfarnir færu úr skóginum um nóttina. Við létum skógarhöggsmenn- ina standa á engi nokkru með dálitlu millibili, en ekki var þó bilið lengra en það, að þeir gátu heyrt hvað talað var við hvern einstakan. Þeim var þannig raðað, að þeir snéru bökum hverjir að öðrum. Ég gekk til fyrsta mannsins og spurði hann, hvort hann vissi um varúlfana í skóginum. Hann neitaði því, að hann vissi nokkuð um þá. „Vitið þér, hvar bækistöð þeirra er?“ „Nei“. „Þér ljúgið. Hér er um tvennt að velja: Segja sannleikann, eða að verða skotinn“. Þögn. Ég fór til næsta manns. „Vit- ið þér, hvar varúlfarnir leyn- ast?“ „Nei“. Ég tók til skammbyssu minn- ar og mælti: „Ef þér ekki segið mér sannleikann, skýt ég yður. Vitið þér, hvar varúlfarnir eru?“ „Nei“. Ég skaut, svo kvað við í skóg- inum. Hinum tveim hafði verið bægt frá því að snúa sér við og sjá, hvað fram færi. Kúlan, sem ég skaut, kom niður tveim fetum framan við félaga þeirra. Ég fór til þriðja mannsins. Hann varð náhvítur í framan og titraði, er hann heyrði, að ég var að fást við byssuna. Þetta var „mál“, sem hann skildi. Þannig mundu SS-hermenn hafa farið að ráði sínu. Maður- inn efaðist ekki um það, að fé- lagi sinn lægi dauður aftan við hann. 52 KJARNAR — Nr. 30

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.