Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 56
í gegnum það, án þess að verða
varir við einn einasta mann.
Við urðum hugrakkari og
gengum þarna um í tvær klst.
og rannsökuðum hvert einasta
tré og umhverfi þess. En fund-
um ekkert.
Að lokum urðu þeir allir
þreyttir af að leita að varúlf-
unum, er ekki voru til, og hættu
rannsókninni fullir fyrirlitn-
ingar.
Þeir fólu mér og Bud að fást
við þetta gagnslausa verk.
Heitt loft yfir reykháf.
Bud og ég vorum nú einir
eftir við rannsóknina. Við tók-
um jeppann og ókum hægt upp
og Wiður eftir smástígum, er
lágu fram og aftur um skóginn.
Við mundum ef til vill geta
fundið merki þess, að varúlf-
arnir hefðu haft þarna bæki-
stöð.
Er við ókum eftir einum
stígnum, í um það bil 500 yards
fjarlægð frá greniskógarþykkn-
inu, komum við auga á ljós-
birtu, daufa, í skóginum. Þar
stóð skúr, og lagði birtuna frá
honum, að því er séð varð.
Við stöðvuðum jeppann og
skriðum niður að skógarjaðrin-
um, mjög gætilega. Við aðgætt-
um skúrinn stöðugt. Skyndilega
sáum við sindur, eða beik yfir
reykháfnum, eins og myndast
af heitum loftstraumi.
Það var einhver í skúrnum,
eða hafði verið þar fyrir stuttu.
Við skriðum stöðugt nær og
nær skúrdyrunum, og höfðum
skammbyssurnar í höndunum,
og vonuðum að enginn kæmi
auga á okkur í gegnum glugg-
ann, sem snéri að okkur. Nú
vorum við komnir að dyrunum
og spörkuðum í hurðina. Hún
opnaðist. Fimm undrandi menn
í venjulegum fötum stóðu og
störðu á okkur, er höfðum byss-
urnar á lofti. Nú varð að leika
á skúrbúa. Ég mælti kuldalegri
og harðneskjulegri röddu:
„Kreuger, hershöfðingi, kom-
ið fram“.
.«***»*■'■' "
Við fengum varúlfa-hershöfð-
ingjann í veiðitöskuna.
Tveir karlmenn og þrjár kon-
ur voru í skúrnum. Annar karl-
maðurinn var hár, ungur ná-
ungi, en hinn maður um fimm-
tugt. Eldri maðurinn steig eitt
spor fram, ósjálfrátt, áður hann
fengi stjórn á sér. Við höfðum
fengið varúlfa-hershöfðingjann
í veiðitöskuna.
Bud fór þegar, til þess að
sækj^ liðstyrk. Okkur var Ijóst,
að við vorum í miðju varúlfa-
hreiðrinu, og vorum í óvissu
um, hvernig þessu lyktaði. Ég
54
KJARNAR — Nr. 30