Kjarnar - 01.10.1953, Page 60

Kjarnar - 01.10.1953, Page 60
MONICA GRAYSON: Eiginkona annars manns F ramhaldssaga „Já, skilnaðurinn!“ sagði Eva ringluð. Svo fór hún skyndilega að hlæja óeðlilegum hlátri, eða móðursýkileg- um, og tárin runnu niður kinnar hennar. „Eg er orðin ekkja!“ mælti hún. Peter lá á setubekknum í fangelsisklefanum og' reykti hvern vindlinginn eftir annan. Morðið á Hubert hafði tekið mjög á hann. Lát Júlíu olli honum máttvana hryggð- ar. Hann nagaði sig í handarbökin fyrir að hafa ekki náð fundi hennar. Hubert hafði haft rétt að mæla, er hann sagði, að Peter væri framúrskarandi heiðarlegur smáborg- ari. Það var heimskulegt af honum að ganga ekki á bak orða sinna um það leyti, er hann tók að gruna, að ekki væri allt með felldu. Fangelsisvistin og óvissan höfðu lamað mátt hans. Það var einungis þegar hann hugsaði um Evu, að vonarneisti kviknaði í huga hans. Allar tilraunir Peters til þess að sanna, hver hann væri, voru árangurslausar. Viðkvæðið var ávallt hið sama: „Þetta berið þér fram til þess að komast hjá refsingu fyrir hinn stórkostlega fjárdrátt, er þér hafið framið“. í gær hafði Mary mætt í réttinum, og þau verið sam- prófuð. Fríða andlitið hennar var náhvítt, er hún sagði, 58 KJARNAR — Nr. 30

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.