Kjarnar - 01.10.1953, Page 62
Eva stóð í bókasafnsherberginu og lét blóm í skrautker.
Hún var annars hugar og leit án afláts á armbandsúrið.
Það var óþolandi, hve lengi Mellony dró það, að færa
henni síðdegisblöðin. Holt hafði ekki hringt eins og hún
hafði beðið hann um. Eva hafði ekki hugmynd um, hvað
gerzt hafði við réttarhöldin fyrri hluta dagsins.
Eva var hitalaus, en mjög máttfarin. Læknirinn hafði
bannað henni að fara til London fyrr en að tveim dögum
liðnum. Það kvaldi hana afar mikið, að þurfa að vera
aðgerðarlaus og geta ekki hjálpað Peter, sem varð einn
síns liðs að heyja baráttu sína í þéttskipuðum réttarsal.
Mellony hafði sagt Evu, að Peter liti ekki eins vel út
og áður en hann var látinn í fangelsið. Peter var því vanur
að vera mikið undir beru lofti, en nú varð hann að vera
inni allan sólarhringinn. Það voru mikil viðbrigði. Það
var einkennilegt, að þetta, sem Evu var kunnugt, viðvíkj-
andi manninum, er hún elskaði, hafði hún lesið í blöðun-
um, í greinum þeirra af réttarhöldunum.
Hún heyrði málróm Mellonys niðri í forsalnum; hljóp
að dyrunum og opnaði þær. Mellony hljóp til móts við
Evu, tók í hönd hennar, mjög kröftuglega og missti öll
dagblöðin á gólfið.
„Til hamingju“, sagði Mellony hrifinn. Andlit hans ljóm-
aði af fögnuði.
„Hvað eigið þér við?“ spurði Eva með mikilli eftirvænt-
ingu.
Mellony tók upp blöðin og lét þau á skrifborðið í bóka-
safninu. Hann mælti: „Ég hefi aðeins lesið eina einustu
fyrirsögn. En það er nóg. Sjáið“. Hann benti á feitletraða
yfirskrift í einu blaðanna. Hún var svohljóðandi:
„Lane—Linley leyndardómurinn“.
60
KJARNAR — Nr. 30