Kjarnar - 01.10.1953, Page 63
„Peter Linley fór úr réttarsalnum í dag sem frjáls
maður“.
Eva starði á fréttina í blaðinu, þar til augu hennar urðu
vot. Bókstafirnir hoppuðu upp og niður. Að lokum settist
hún og horfði höggdofa á Mellony, sem hélt áfram að lesa
frásögnina. „Það var Júlíu að þakka, að endalokin urðu
svo góð“, sagði hann, sigri hrósandi.
Eva sagði: „Júlía. Já. Hvernig má það vera? Hún er
dáin!“
Mellony svaraði: „Það var almennt álitið, og enginn
rannsakaði það mál nánar. En Júlía sá blað eitt af tilvilj-
un. Sú Júlía Smith, sem andaðist, er frænka hinnar réttu
Júlíu, og hún hafði dvalið nokkrar vikur í Barlyfiéld, til
þess að stunda frænku sína. Á meðan Júlía, barnfóstra
Peters, dvaldi í Barlyfield, sá hr. Lane — ég á við hr.
Linley hana. Júlía hafði svo ráðist til enskra hjóna í ír-
landi. Það var því- tilviljun, að hún sá blað með frásögn
um þetta mál. Henni var ljóst, að enginn annar en hún
gat hjálpað hr. Peter. En svo kallar hún hr. Linley“.
„Hvernig gat hún sannfært dómarana um hið sanna í
málinu?“ spurði Eva.
Hr. Linley hafði sagt fyrir réttinum, að hann hefði eitt
sinn, er hann var lítill drengur, verið svo reiður við bróður
sinn, að hann hefði viljað drepa hann. Hubert hafði þá
verið búinn að gera eitthvað á hluta Peters. Kom til bar-
daga milli drengjanna.
Eva roðnaði. Hún mundi ummæli Peters um bróður
sinn, sem hann lét falla um nóttina, er þau voru á gangi
í trjágöngunum.
Mellony hélt áfram frásögninni: í áflogunum eða bar-
daganum, hafði Peter tekist að hrinda Hubert á borðrönd
og særðist hann í hnakkanum. Á þeim bletti óx ekki hár
— Nr. 30
61