Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 64

Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 64
framar. Blettur þessi var mjög lítill, og huldi hárið hann, er umhverfis var. Örið var svo lítið, að enginn kom auga á það, enda grunaði engan að það væri til. Júlía mundi hvaða lækni hún hafði látið sækja. Hún óttaðist að hr. Lane hefði fengið heilahristing. Læknir þessi er orðinn gamall maður. En hann hafði í fórum sín- um sönnunargögn fyrir því, að hafa verið sóttur til Hu- bert Linley vegna áverka í hnakka. Það stóð í sjúkravitj- v anabókum hans“. Eva sat augnablik með augun aftur. Hún átti erfitt með að gera sér grein fyrir öllu því, sem skeð hafði síðustu dagana. Hversvegna hringdi hann ekki til hennar? Honum hafði verið sleppt úr haldi fyrir mörgum klukkustundum. Og ekki látið frá sér heyra. Hver var þessi Mary Lancaster? Nei. Eva hristi höfuðið yfir því, sem henni kom til hugar. Hún vildi ekki vantreysta Peter. Hann elskaði hana. Um það efaðist hún ekki eitt augnablik. Hún hafði ástæðu til þess að vera Mary þakklát. En það var merkilegt að —. Var það mögulegt, að þeir, sem myrtu Hubert, hefðu líka eða vildu einnig —? Nei. Þessi hugsun var óþolandi. Hún spratt upp af stólnum. Hún hafði komist í svo mikla geðs- hræringu, að hún var næstum magnþrota. Hún riðaði, og hana svimaði. Hún studdist við skrifborðið og virtist það fara að dansa. Hún sá herbergið í þoku. Eva heyrði ekki til bílsins, er hemlaði og staðnæmdist úti fyrir, né hratt fótatak í forsalnum. Hún heyrði ekki, að dyr bókasafnsins voru opnaðar í flýti, og varð ekki vör við hina sterku arma, er gripu hana, er hún var að hníga niður. Hún hafði enga hugmynd um, hve langur tími leið þar til lágar raddir bárust til meðvitundar hennar. Hún barð- 62 KJARNAR — Nr. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.