Kjarnar - 01.10.1953, Side 64

Kjarnar - 01.10.1953, Side 64
framar. Blettur þessi var mjög lítill, og huldi hárið hann, er umhverfis var. Örið var svo lítið, að enginn kom auga á það, enda grunaði engan að það væri til. Júlía mundi hvaða lækni hún hafði látið sækja. Hún óttaðist að hr. Lane hefði fengið heilahristing. Læknir þessi er orðinn gamall maður. En hann hafði í fórum sín- um sönnunargögn fyrir því, að hafa verið sóttur til Hu- bert Linley vegna áverka í hnakka. Það stóð í sjúkravitj- v anabókum hans“. Eva sat augnablik með augun aftur. Hún átti erfitt með að gera sér grein fyrir öllu því, sem skeð hafði síðustu dagana. Hversvegna hringdi hann ekki til hennar? Honum hafði verið sleppt úr haldi fyrir mörgum klukkustundum. Og ekki látið frá sér heyra. Hver var þessi Mary Lancaster? Nei. Eva hristi höfuðið yfir því, sem henni kom til hugar. Hún vildi ekki vantreysta Peter. Hann elskaði hana. Um það efaðist hún ekki eitt augnablik. Hún hafði ástæðu til þess að vera Mary þakklát. En það var merkilegt að —. Var það mögulegt, að þeir, sem myrtu Hubert, hefðu líka eða vildu einnig —? Nei. Þessi hugsun var óþolandi. Hún spratt upp af stólnum. Hún hafði komist í svo mikla geðs- hræringu, að hún var næstum magnþrota. Hún riðaði, og hana svimaði. Hún studdist við skrifborðið og virtist það fara að dansa. Hún sá herbergið í þoku. Eva heyrði ekki til bílsins, er hemlaði og staðnæmdist úti fyrir, né hratt fótatak í forsalnum. Hún heyrði ekki, að dyr bókasafnsins voru opnaðar í flýti, og varð ekki vör við hina sterku arma, er gripu hana, er hún var að hníga niður. Hún hafði enga hugmynd um, hve langur tími leið þar til lágar raddir bárust til meðvitundar hennar. Hún barð- 62 KJARNAR — Nr. 30

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.