Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 65

Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 65
ist við að opna augun, en það var eins og eitthvað héldi fast í hana og hindraði hverja hreyfingu hennar. Raddirnar urðu greinilegri og Evu virtist hún vera á uppskurðarborði. Henni þótti það undarlegt. En hún mundi ekki eftir neinu. Svo þekkti hún rödd læknisins. Það var læknirinn, sem áður hafði stundað hana í veik- indum hennar. Hann mælti: „Auðvitað hefir þetta reynt afar mikið á taugár Evu. Og inflúenzan, sem hún hafði, hefir veiklað hana. En það er engin ástæða til svartsýni. Hún þarf ró og næði og gott loft umfram allt“. „Hvenær álítið þér að hún verði ferðafær?“ heyrðist spurt. Það var Peter, sem talaði. Eva var nú komin svo til sjálfrar sín, að hún mundi síð- ustu viðburðina. Hún hafði verið áhyggjufull vegna Pet- ers. Það hlaut að hafa liðið yfir hana, og hún auðvitað látin í rúmið. Peter var kominn, og þá var allt gott og blessað. Eva fann, að einhver tók í hönd hennar. Hún varð rólegri og hætti að spyrna á móti máttleysinu, sem hafði gagntekið hana. Læknirinn mælti: „Henni batnar miklu fyrr, ef hún kemst héðan innan skamms. Ég þykist vita, að þetta hús veki hjá henni óþægilegar endurminningar“. Peter svaraði ekki þegar í stað. Eva fann að hann strauk hendi hennar. Þá mælti Peter: „Ég vil líka gjarnan komast héðan, svo fljótt og mögulegt er. Meðvitundin um það, að þetta sé hús bróður míns, er mér ógeðfelld“. „Það skil ég mæta vel“, sagði læknirinn með samúð. „Segið mér, hvað varð af drengnum, sem vakti athygli lögreglunnar á morðinu?“ — Nr. 30 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.