Kjarnar - 01.10.1953, Side 65

Kjarnar - 01.10.1953, Side 65
ist við að opna augun, en það var eins og eitthvað héldi fast í hana og hindraði hverja hreyfingu hennar. Raddirnar urðu greinilegri og Evu virtist hún vera á uppskurðarborði. Henni þótti það undarlegt. En hún mundi ekki eftir neinu. Svo þekkti hún rödd læknisins. Það var læknirinn, sem áður hafði stundað hana í veik- indum hennar. Hann mælti: „Auðvitað hefir þetta reynt afar mikið á taugár Evu. Og inflúenzan, sem hún hafði, hefir veiklað hana. En það er engin ástæða til svartsýni. Hún þarf ró og næði og gott loft umfram allt“. „Hvenær álítið þér að hún verði ferðafær?“ heyrðist spurt. Það var Peter, sem talaði. Eva var nú komin svo til sjálfrar sín, að hún mundi síð- ustu viðburðina. Hún hafði verið áhyggjufull vegna Pet- ers. Það hlaut að hafa liðið yfir hana, og hún auðvitað látin í rúmið. Peter var kominn, og þá var allt gott og blessað. Eva fann, að einhver tók í hönd hennar. Hún varð rólegri og hætti að spyrna á móti máttleysinu, sem hafði gagntekið hana. Læknirinn mælti: „Henni batnar miklu fyrr, ef hún kemst héðan innan skamms. Ég þykist vita, að þetta hús veki hjá henni óþægilegar endurminningar“. Peter svaraði ekki þegar í stað. Eva fann að hann strauk hendi hennar. Þá mælti Peter: „Ég vil líka gjarnan komast héðan, svo fljótt og mögulegt er. Meðvitundin um það, að þetta sé hús bróður míns, er mér ógeðfelld“. „Það skil ég mæta vel“, sagði læknirinn með samúð. „Segið mér, hvað varð af drengnum, sem vakti athygli lögreglunnar á morðinu?“ — Nr. 30 63

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.