Kjarnar - 01.10.1953, Qupperneq 67

Kjarnar - 01.10.1953, Qupperneq 67
SKRÍTLUR Herlæknirinn var beðinn að rann- saka nýliða nr. 87, er hét Jensen. Var hann sagður hafa komið mjög ein- kennilega fram. Hann labbaði fram og aftur um herbúðirnar, greip alla pappírssnepla, er á vegi hans urðu, leit á þá, hristi höfuðið og mælti: „Nei, þetta er ekki hann.“ Nr. 87 (Jenseni var látinn fara til herlæknisins. Hann var ekki fyrr kominn inn um dyrnar, en hann gekk að skrifborðinu, greip pappírssnepil, aðgætti hann og mælti: „Nei, það er ekki hann.“ Þannig hélt hann áfram um stund. Herlækninn tók það ekki langan tíma að gera sér grein fyrir veikind- um nr. 87. „Hann er vitlaus," sagði læknirinn við sjálfan sig. Svo ávarp- aði hann Jensen á þessa leið: „Ég býst við, að ekki sé hægt að notast við yð- ur í hernum eftirleiðis." Síðan sneri læknirinn sér að liðþjálfanum og mælti: „Viljið þér skrifa heimsend- ingarskilríki handa nr. 87?“ Það var gert á svipstundu. Hinn órólegi, ungi maður starði um stund á skjalið, og sagði svo himin- ljómandi: „Að lokum fékk ég rétta skjalið í hednur." Þannig losnaði Jensen úr herþjón- ustunni. ★ Rómantíkin er ekki útdauð í Sovét. Það verður ljóst meðal annars af út- varpsleikriti, er Moskvaútvarpið út- varpaði fyrir skömmu. Leikritið er samyrkjubú. Persón- urnar eru sveitabóndi og ung kona, sem stjórnar traktor. Þau vinna bæði á næturvakt. Unga stúlkan brýtur ísinn. Hún andvarpar og segir: „En hve það er dásamlegt að vinna í tunglsljósi og spara benzínið svo mikið og mögu- legt er.“ Bóndinn svarar mjög hrifinn: „Já, í kyrrð næturinnar verð ég fyrir þeim áhrifum, að ég þrái að afköst mín auk- ist meir og meir.“ Skömmu síðar (í leiknum) biður hann stúlkunnar. Hún svarar játandi með þessum orðum: „Ég varð ást- fangin í dugnaði þínum og miklu af- köstum við fyrstu sýn.“ ★ Hann hafði sýnt henni ástleitni allt kvöldið, en árangurslaust. Er hann fylgdi henni til útidyranna, heppnað- ist honum að fá skyndikoss. „Þetta eru verðlaun fyrir kurteis- lega framkomu þína,“ sagði hún. „Verðlaun!" sagði hann daufur í dálkinn. „Mér virðist réttara að kalla þetta uppbót fyrir vinnutap." ★ í mannfagnaði kom dama til herra eins, rétti honum hendina og sagði brosandi: „Þér verðið að viðurkenna, að þér þekkið mig ekki. Þér munið ekki eftir mér.“ Vesalings maðurinn varð að viður- kenna það. Honum þótti þó sem hann kannaðist við andlit dömunnar. Eftir að hafa horft á hana um stund, mælti hann: „Frá því síðast er við hittumst, hefi ég gert allt, sem í mínu valdi hefir staðið, til þess að gleyma yður.“ ★ Læknirinn við mann, sem liggur veikur á heimili sínu, þar sem hópur háværra barna er: „Það, sem þér þarfnist er ró og friður. Væri ekki betra að þér reynduð að fara aftur til vinnunnar?"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kjarnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.