Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Qupperneq 6

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Qupperneq 6
SVEYK / BRECHT Tékki nokkur hélt því eitt sinn fram að ef menn vildu skyggnast í sál tékknesku þjóðarinnar, væri nærtækast að lesa fræga sögu Jaroslav Haseks af góða dát- anum Sveyk, því Sveyk væri persónugervingur þeirrar þjóðar. Tékkar hafa ef til vill um fram aðrar þjóðir mátt þola áþján erlendra heimskúgara - og lifað það af. Sveyk skáldsögunnar er ókrýndur meistari i þeirri list að lifa af og er einfeldnin hans sterkasta vopn, hvort sem sú einfeldni er raunveruleg eða áunnin. Hann er með vottorð upp á vasann um að hann sé opinber hálfviti og tekst af snilldarlegri flónsku að verða stríðsfangi eigin hers. Er nokkuð hlutskifti betra meðan stríð geysar? Sveyk er nánast með eindæmum flókin persóna þrátt fyrir einfeldnina og er orðræða hans og viðbrögð öll full af mótsögnum. Hann er oft nefndur persónug- ervingur „litla mannsins", en hann er stærri en flestir dauðlegir í ólíkindum sínum. Hann er einstakur, en þó hefur sérhvert herfangelsi mátt hýsa sinn Sveyk. Jaroslav Hasek, höfundur sögunnar, var bóhem og um tíma anarkisti sem punktaði hugdettur og sögur á tilfallandi lausblöð milli þess sem hann stóð í drykkjulátum. Hann gisti tíðum fangageymslur lögreglunnar, m. a. fyrir að gera þarfir sínar fyrir framan lögreglustöð eina. Rétt eins og Sveyk, hugarfóstur hans, var hann hermaður um tíma. Það mun hafa verið 1911 sem hann hripaði „stór- snjalla hugmynd" á blað sem hann svo dró upp úr ruslafötunni morguninn eftir. Uppúr þessari hugmynd skrifaði hann síðan fyrstu söguna af skrítna dátanum sem skröltir innan í einkennisbúningnum sínum. Sögurnar urðu fleiri og brátt fóru þær að staflast upp stórar og smáar, sumar lltið meira en stutt atriði og var þá farið að gefa þær út í mislöngum söfnum. Þeir útgefendur sem fyrstir fengu handritið sent voru ekki ginkeyptir og þótti sagan of reikul. Hasek gaf því fyrsta safnið út sjálfur og borgaði drykkjuskuldirnar á þeim krám sem hann sat á við skriftir með eintökum af bókinni. Fljótlega kom að því að Sveyk ráfaði upp á leiksvið. Upphaflega hafði honum brugðið fyrir eins og af tilviljun í ýmsum tímaritum og á sama hátt brá honum af tilviljun fyrir í ýmsum kabarettdagskrám. Fyrsta sviðsgerðin í fullri lengd var frumsýnd í Némecký Brod árið 1922 í leikstjórn Karel Noll, en leikgerðin hafði áður komist á svið í leyfisleysi í Prag. Sýning þessi var í þrem hlutum, tók þrjú kvöld og náði gífurlegum vinsældum, en Hasek hafði láðst að geta þess við leikhúsið að hann var þegar búinn að selja öðrum leiksviðsréttinn og endaði þetta ævintýri með að minnsta kosti þrem mismunandi málssóknum. Meðan málaferlin stóðu kom fram ein leikgerðin enn þar sem Sveyk var fluttur til (tíma og rúmi og hét það verk „Sveyk á friðarráðstefnunni í Genf“.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.