Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 34

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 34
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR hóf leiklistarnám hjá Lárusi Pálssyni og var síðan nemandi í Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins. Fyrsta hlutverkið hennar hér í Þjóðleikhúsinu var Lisa í Litli Kláus og Stóri Kláus árið 1952, en það var hins vegar i hlutverki Hajtang í Krítarhringnum, eftir Klabund sem hún vakti óskipta athygli. Magrét stundaði framhaldsnám I Konunglega leiklistarskólanum í London (RADA) og bjó um nokkurra ára skeið í Bretlandi og starfaði þar sem leikari. Eftir heimkomuna var hún um tíma með Grímu í Lindarbæ og lék þar m. a. Lis í Fando og Lis, eftir Arrabal. Af öðrum helstu hlutverk- um hennar í Þjóðleikhúsinu má t. d. nefna Charlotte Corday I Marat/Sade, eftir Weiss, titilhlutverkið I Lysiströtu, eftir Aristofanes, Konuna í Hversdagsdraumi, eftir Birgi Engilberts, Lótusblómið I Tehúsi Ágúsmánans, Sén Te í Góðu sálinni í Sesúan, eftir Brecht, Doris í Á sama tima að ári, eftir Slade, Lindu Loman í Sölumaður deyr, eftir Miller og Unni í Grasmaðki, eftir Birgi Sigurðsson. BRYNDÍS PÉTURSDÓTTIR lék sitt fyrsta hlutverk í Jónsmessudraumi á fátækraheimilinu, eftir Pár Lagerkvist, hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hún stundaði síðan nám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og lék m. a. Dísu í Galdra-Lofti, eftir Jóhann Sigurjónsson og Emily i Bærinn okkar, eftir Thornton Wilder, hvorttveggja hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Bryndís var á meðal þeirra leikara sem hófu störf við Þjóðleik- húsið 1950 og hefur starfað hér síðan. Hún lék hlutverk Guðrúnar á Nýársnóttinni, eftir Indriða Einars- son, sem var vígslusýning Þjóðleikhússins. Síðan hefur mikill fjöldi hlutverka bæst við safn hennar, m. a. Rósalind í Sem yður þóknast, eftir Shakespeare, Sigríður í Pilti og stúlku og Sigrún í Manni og konu, Leonora i Æðikollinum, eftir Holberg, Ismena í Antígónu, eftir Anouilh, Sybil i Einkalífi, eftir Coward, Essí í Er á meðan er, eftir Kaufman og Hart, Doris ( Brosið dularfulla, eftir Huxley, Júlia í Rómanoff og Júlíu, eftir Ustinov, Helena Charles I Horfðu reiður um öxl, eftir Osborne, Louise f eftir Syndafallið, eftir Arthur Miller, Vala í Lausnargjaldi eftir Agnar Þórðarson, Eunice í Sporvagninn Girnd, eftir Tennesse Williams og Munda í Stalín er ekki hér, eftir Véstein Lúðvíksson. Þetta er aðeins brot af þvi helsta sem Bryndis hefur leikið hér, en hlutverk hennar við Þjóðleikhúsið eru orðin yfir 70 talsins. Þá er ógetið um leik hennar f íslenskum kvikmyndum, m. a. myndum Lofts Guðmundssonar, og í útvarpinu og I sjónvarpi. ANNA KRISTÍN ARNGRÍMSDÓTTIR stundaði nám í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavikur og lauk því vorið 1968. Fyrsta hlutverkið sitt lék hún hjá Leikfélaginu það sama ár og var það Ósk í gaman- leiknum Leynimel 13. Næstu árin lék hún með L. R. í Einusinni á jólanótt og Þið munið hann Jörund, eftir Jónas Árnason, en fyrsta stóra hlutverkið hennar var Kathie í Hitabylgju, eftir Ted Willis, en sú sýning vakti verulega athygli og umtal. Þá hefur Anna mikið leikið i útvarpið og í sjónvarpinu lék hún m. a. í fyrsta íslenska sjónvarpsleikritinu, Romm handa Rósalind, eftir Jökul Jakobsson, en þar lék hún titilhlutverkið, og hún lék eiginkonuna í Róbert Elíasson kemur heim frá útlöndum, eftir Davíð Oddsson. Anna var fastráðin að Þjóðleikhúsinu árið 1973 og hefur síðan leikið hér fjölda hlutverka. Fyrsta hlutverkið hennar hér var Prinsessan í barnaleikriti Andrésar Indriðasonar, Köttur úti i mýri, síðan hefur hún m. a. leikið Charlotte f Hvað varstu að gera í nótt?, eftir Feydeau, Jessíku í Kaup- manni frá Feneyjum, eftir Shakespeare, Lóu f Silfurtúnglinu, eftir Halldór Laxness, Nastasju I Náttból- inu, eftir Gorkf, Angelique í ímyndunarveikinni, eftir Moliére, Regan í Lé konungi Shakespeares, Svandisi í Stalín er ekki hér, eftir Véstein Lúðvfksson, Maríönnu í Öskubusku, Jane í Leiguhjalli, eftir Tennessee Williams, Taemu í japönsku einþáttungunum Kirsiblómum á Norðurfjalli, á Litla sviðinu, Júlíu i Sumargestum, eftir Gorkí, Kassöndru í Óresteiunni í fyrra og Dollý í Súkkulaði handa Silju, eftir Nínu Björk Árnadóttur. KRISTJÁN VIGGÓSSON er frá Isafirði og stundaði leiklistarnám í Webber Douglas Academy of Dra- matic Art í London á árunum 1978 til 1980; þar lék hann m. a. f nemendaleikhúsi i uppfærslum á Ó, þetta er indælt strfð og Kaupmanni frá Feneyjum. Fyrsta hlutverkið hans hér heima var hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur í barnaleikritinu Hlynur og svanurinn á Heljarfljóti, en þar lék hann titilhlutverkið. Hér í Þjóðleikhúsinu lék hann Örn Úlfar í Húsi skáldsins, eftir Halldór Laxness og Binder í söngleiknum Meyjaskemmunni auk hlutverka í Amadeusi og óperunni Cavalleria Rusticana. HELGI SKÚLASON lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954 og starfaði hér sem leikari til ársins 1960 er hann var ráðinn til Leikfélags Reykjavíkur. Meðal hlutverka Helga hér fyrstu árin eru Kolbeinn í Þeir koma í haust, eftir Agnar Þórðarson, Demetrfus I Jónsmessunæturdraumi Shake- speares, Marco í Horft af brúnni, eftir Miller, Stefán f Gauksklukkunni, Leónardó í Blóðbrullaupi, eftir

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.