Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Side 25
SIGURJON JOHANNSSON er yfirleikmyndateiknari Þjóðleikhússins og hefur á undan-
förnum árum komið leikhúsgestum þægilega á óvart me3 frumlegum leikmyndum sínum.
Sérstaklega eru minnisstæðar leikmyndir hans við Smalastúlkuna og útlagana og við ball-
ettinn Blindisleik. Sigurjón var orðinn þekktur myndlistarmaður þegar leikhúsbakterían
náði tökum á honum og hann sneri sér af alhug að leiklistinni. Fyrstu leikmyndir sínar
gerði hann fyrir Grímu í Lindarbæ, við sýningarnar á Ég er afi minn, eftir Magnús Jónsson
og Jakob og uppeldið, eftir lonesco. Eftir það hélt hann til Danmerkur og stundaði þar
myndlistarnám meðfram því að verða sér úti um víðtækari leikhúsreynslu. Fyrsta leik-
myndin sem hann gerði fyrir Þjóðleikhúsið var Lysistrata, eftir Aristofanes. Af öðrum leik-
myndum hans hér má nefna Jón Arason, eftir Matthías Jochumsson, Góða sálin í Ses-
úan, eftir Brecht, Ég við auðga mitt land, eftir Þórð Breiðfjörð, Hvernig er heilsan?, eftir
Kent Anderson og Bengt Bratt, Brúðuheimilið, eftir Ibsen, Kaupmaður í Feneyjum, eftir
Shakespeare, Silfurtúnglið og Hús skáldsins, eftir Halldór Laxness, Sólarferð, eftir Guð-
mund Steinsson, Kisuleikur, eftir Örkény, Dags hríðar spor, eftir Valgarð Egilsson og
Jómfrú Ragnheiður, eftir Guðmund Kamban í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur. Auk alls
þessa hefur Sigurjón gert leikmyndir fyrir Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Akureyrar og
Leikfélag Kópavogs. Síðasta viðfangsefni Sigurjóns hér í Þjóðleikhúsinu voru leiktjöld og
búningar við Tyrkja-Guddu, eftir Jakob Jónsson frá Hrauni.
HJÁLMAR H. RAGNARSSON starfar nú í fyrsta skifti fyrir Þjóðleikhúsið. Hann fæddist
á ísafirði árið 1952 og stundaði tónlistarnám hjá föður sínum, Ragnari H. Ragnar, við
Tónlistarskóla ísafjarðar til ársins 1969. Næstu þrjú árin dvaldi hann í Reykjavík og stund-
aði nám í píanóleik hjá Árna Kristjánssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík jafnframt
menntaskólanámi. Árið 1972 hóf hann framhaldsnám við Brandeis háskólann í Mas-
sachusetts, lærði þar tónsmíðar hjá Seymour Shifrin og Harold Shapero og lauk B. M.
prófi vorið 1974. Þá um haustið sneri hann aftur til ísafjarðar, kenndi þar tónlist og stjórn-
aði söng næstu tvö árin. Því næst dvaldist hann í Hollandi um eins árs skeið við nám
í raf- og tölvutónlist við Instituut voor Sonologie í Utrecht. Haustið 1977 hélt hann til frek-
ara náms við Cornell háskólann í New York, lærði þar tónsmíðar hjá Karel Hausa og
Robert Palmer og lauk Meistaraprófi 1980. Undanfarin misseri hefur Hjálmar verið stjórn-
andi Háskólakórsins. Hann starfar nú sem tónskáld og er jafnframt kennari í tónfræði,
greiningu og tónlistarsögu við Tóralístarskólann í Reykjavík. Meðal tónverka hans eru
sönglög og kórverk, tónsmíðar fyrir einleikshljóðfæri, kammerverk og raftónlist.
PÁLL RAGNARSSON annast lýsinguna í þessari uppfærslu. Páll kom fyrst til starfa við
Þjóðleikhúsið árið 1966 og hefur verið fastráðinn Ijósamaður frá 1971. Fyrir um það bil
tveimur árum sótti hann norrænt námskeið í Ijósahönnun í Stokkhólmi. Páll hefur annast
lýsinguna í fjölda sýninga hér og nægir þar að nefna Línu langsokk, eftir Astrid Lindgren,
Meyjaskemmuna, Snjó, eftir Kjartan Ragnarsson, Eftir konsertinn, eftir Odd Björnsson, og
á Litla sviðinu Kisuleik, eftir Örkény og Líkamann-annað ekki, eftir Saunders.