Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 30
SIGURÐUR SIGURJÓNSSON útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands 1977 og hefur starfað sem leikari
við Þjóðleikhúsið síðan. Þó hefur hann að auki starfað með Alþýðuleikhúsinu og mikið leikið í sjónvarpi
og útvarpi. Hjá Alþýðuleikhúsinu lék hann í Norninni Böbu Jögu og í Við borgum ekki, eftir Dario Fo.
Meðal hlutverka hans hér í Þjóðleikhúsinu eru Auðfinnur í Skipinu, eftir Jacobsen, Kalli i Stalín er
ekki hér, eftir Véstein Lúðvíksson, José í Vopn frú Carrar, eftir Brecht, Óli í Sonur skóarans og dóttir
bakarans, eftir Jökul Jakobsson, Árni í Stundarfriði, eftir Guðmund Steinson, Steinn í Hvað sögðu
englarnir? eftir Nínu Björk Árnadóttur, Narúkamí, sem var aðalhlutverkið i Kirsiblóm á Norðurfjalli, Vlas
í Sumargestum Gorkis, Flökkujói í barnaleikritinu um Gosa, Mozart í Amadeus, eftir Shaffer, iögreglu-
þjónninn Hængur í Línu langsokk og nú i vetur hefur hann með tilþrifum leikið Gary Lejeune í gaman-
leiknum Skvaldri, eftir Frayn.
GUÐJÓN P. PEDERSEN útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands vorið 1981 og lék þá i sýningum Nem-
endaleikhússins á [slandsklukkunni, Peysufatadegi og Marat/Sade. Fyrsta hlutverk hans í Þjóðleikhús-
inu var Benjamín í Dansi á rósum, eftir Steinunni Jóhannesdóttur og síðan hefur hann leikið hér Adam
yngri í Garðveislu Guðmundar Steinssonar og Örn i Súkkulaði handa Silju, eftir Nínu Björk Árnadóttur.
Hann lék Andrej í Þrem systrum Tsjekhovs hjá Leikfélagi Akureyrar, Jean i Fröken Júlíu, eftir Strind-
berg hjá Gránufjelaginu og var ennfremur með í sýningu Þjóðleikhússins á samnefndum ballett eftir
Birgit Cullberg. Guðjón hefur fengist við leikstjórn og setti upp leikritið Það þýtur i Sassafrastrjánum,
eftir Obaldia, fyrir Leikfélag Dalvíkur. Undanfarið ár hefur hann starfað með leikhópnum Svart og syk-
urlaust.
KJARTAN BJARGMUNDSSON lauk leiklistarnámi frá Leiklistarskóla íslands vorið 1982 og hefur síð-
an leikið með Revíuleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, í útvarpi og sjónvarpi. Hjá L. A.
lék hann í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur á Atómstöðinni, eftir Halldór Laxness, en um þessar mundir
leikur hann í sýningu Alþýðuleikhússins, Andardrætti, eftir David Mamet.
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON stundaði nám í Leiklistarskóla (slands og lauk þaðan prófi vorið 1981.
í Nemendaleikhúsi L. í. lék hann í íslandsklukkunni, eftir Halldór Laxness, Marat/Sade, eftir Weiss og
Peysufatadeginum, eftir Kjartan Ragnarsson. Fyrsta hlutverkið hans hér í Þjóðleikhúsinu var Klængur
lögregluþjónn i Línu langsokk. Hann hefur mikið leikið hjá Alþýðuleikhúsinu, m. a. ýmis hlutverk í Don
Kikóta, eftir Cervantes og Saunders, og Hal i lllum feng, eftir Orton.
BESSI BJARNASON var nemandi i Leiklistarskóla Þjóðleikhússins á fyrstu árum skólans og kom fram
i sýningum hér þegar á öðru starfsári leikhússins. Bessi hefur starfað við Þjóðleikhúsið óslitið síðan
og leikið hátt i 140 hlutverk hér, enda jafnan verið í hópi vinsælustu leikara þjóðarinnar, en að auki
eru nær óteljandi allir þeir skemmtiþættir í sjónvarpi, útvarpi og á sviði sem hann hefur tekið þátt í.
Fyrsta hlutverkið hans hér var Litli Kiáus i barnaleikritinu Litli Kláus og stóri Kláus, en hann hefur
alla tíð þótt nær ómissandi í barnaleikritum leikhússins og eru þar fjölmargar eftirmminnilegar persónur
i túlkun hans; nægir þar að nefna Míkka ref í Dýrunum í Hálsaskógi og Jónatan og siðar Kasper
í Kardemommubænum. Segja má að gamanleikur hafi verið sérgrein Bessa, enda eru af þeirri tegund-
inni flest hlutverka hans: Gvendur í Skugga-Sveini, Brandmeyer í Sumar í Týról, Lubin í George
Dandin (Moliére) og Argan í ímyndunarveikinni, Litlikall í söngleiknum Stöðvið heiminn, Hrólfur í sam-
nefndu leikriti Sigurðar Péturssonar, Osip í Eftirlitsmanninum (Gogol), Hann í söngleiknum Ég vil - ég
vil!, Fógetinn í Lýsiströtu (Aristofanes), Skemmtistjórinn í Kabarett, Prinsinn í Hvað varstu að gera
í nótt? (Feydeau), George í Á sama tíma að ári, og nú síðast seinheppni leikarinn Frederick Fellowes
í Skvaldri. En Bessi kann Ifka ágætlega að slá á alvarlegri strengi og skal aðeins nefna örfá dæmi
þar um: Cliff Lewis i Horfðu reiður um öxl, Mick í Húsverðinum (Pinter), Perry í Allt í garðinum (Albee),
Leikarinn f Náttbólinu (Gorkí), Werner í Heims um ból, sem sýnt var á Litla sviðinu, Tómas í í öruggri
borg, eftir Jökul Jakobsson og titilhlutverkið í söngleiknum Gusti.