Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Page 21

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Page 21
Das Deutsche Miserere Dag einn þá var boðskapur oss að ofan sendur, oss uppálagt að Danzig þeim færðum í hendur. Vér héldum inn í Pólland og allra síst vér svikum því sigur þar vér hrepptum á þrem vikum. Hjálp’ oss drottinn. Dag einn þá var boðskapur oss að ofan sendur, oss uppálagt að Frakkland þeim legðum í hendur. Vér héldum inn í Frakkland og allra síst vér svikum því sigurinn vér unnum á fimm vikum. Hjálp’ oss drottinn. Dag einn þá var boðskapur oss að ofan sendur, oss uppálagt að Rússland þeim færðum í hendur. Vér héldum inn í Rússland en ekkert upp vér skárum nem’ aðeins dauða og tortímingu á tveim árum. Hjálp’ oss drottinn. Dag einn verður boðskapur enn að ofan sendur. Af oss þeir vilja hafsbotninn og tunglið í hendur. Vér sveimum hér og vöfrum í vonleysi á meðan, því veturinn er harður, vér rötum ekki héðan. Hjálp’ oss drottinn og vísi oss veginn heim.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.