Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 20

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 20
Kvæðið um andvarann Fljótt kæri gestur, kondu hér, kærri enginn fyrr mér leist en er ég hvíli í örmum þér mátt’ ekki far’ ofgeyst. Eins er með aldin á hausti sem eru fullvaxin, þau hræðast jafnan hávaðarok en hugnast vel andvarinn. Sem vindur er hann varla neitt, sá viðmótsþýði og hægi, en aldinið þess óskar heitt að ájörðu lægi. Æ, þú sem grösin fellir feig, æ, forðaðu einu strái. Drekkt’ aldre.i vín í einum teyg og ekki kyssa á stjái. Eins er með aldin á hausti sem eru fullvaxin, þau hræðast jafnan hávaðarok en hugnast vel andvarinn. Sem vindur er hann varla neitt, sá viðmótsþýði og hægi, en aldinið þess óskar heitt að á jörðu lægi.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.