Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Qupperneq 11

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Qupperneq 11
1930. Málaferli út af kvikmyndun Túskildingsóperunnar. Auf- stieg und Fall der Stadt Ma- hogonny (Uppgangur og fall Mahogonny-borgar) frumsýnt í Leipzig. Die Massnahme (Úr- ræðið) frumsýnt. Die Jaságer und die Neinságer frumsýnd. Dóttirin Maria Barbara fæðist. Nasistar fá 107 þingsæti. Brecht gengur í Kommúnistafl- okkinn. 1931. Túskildingsóperan kvikmynduð og málaferlum lýkur. Semur handrit að kvikmyndinni Kuhle Wampe. 1932. Die Mutter (byggt á Gorkí) frumsýnt. Kvikmyndin Kuhle Wampe bönnuð. Die Heilige Johanna der Schlachthöfe (Heilög Jóhanna í sláturhúsun- um) frumflutt í útvarp. Semur barnabókina Die Drei Soldat- en (með teikningum eftir Ge- orge Grosz). 1933. Lögreglan stöðvar sýningu á Die Massnahme í Erfurt. Leik- húsið í Darmstadt hættir við að frumsýna Die Heilige Jo- hanna.... Hitler verður kansl- ari. Þinghúsbruninn í Berlín. Daginn eftir flyst Brecht með fjölskyldu sinni og nokkrum vin- um til Vínarborgar um Prag og þaðan til Zurich. Bókabrenn- urnar (10. maí), en þar var bókum eftir Brecht og fleiri öndvegishöfunda kastað á bál. Die Sieben Todsunden (Dauðasyndirnar sjö) frumsýnt í París. Brecht sest að í Dan- mörku. Byrjar að semja Die Horatier und die Kuratier. 1934. Skáldsagan Der Dreigrosc- henroman kemur út. Dvöl í London. 1935. Brecht sviptur ríkisborgararétti. Bregður sér til New York til að sjá sýningu á Die Mutter. Byrj- ar að semja Frucht und Elend des Dritten Reichs (Ótti og eymd þriðja ríkisins) og Der Gute Mensch von Sezuan (Góða sálin í Sesúan). 1936. Frumsýning á Die Rundköpfe und die Spitzköpfe í Kaup- mannahöfn. Gefur út ásamt öðrum tímaritið Das Wort í Moskvu. Hitler hertekur Rínar- lönd. 1937. Die Gewére Frau Carrar (Vopn frú Carrar) frumsýnt i París. 1938. Frucht und Elend frumsýnt í París. Byrjar að semja Galileo. Verk eftir Brecht á sýningu yfir úrkynjaða list í Dússeldorf. Hitl- er hernemur Austurríki og hluta Tékkóslóvakíu. 1939. Heimsstyrjöldin hefst. Brecht flyst til Svíþjóðar. Semur Mutt- er Courage og Das Verhör Lucullus (Réttarhöldin yfir Luc- ullusi). Lýkur við Galileo. 1940. Flyst til Finnlands og býr hjá rit- höfundinum Hella Wuolijoki (hún samdi m. a. Konurnar á Niskavouri). Þjóðverjar her- nema Danmörku og Noreg. Lucullus frumfluttur í útvarp í Sviss. Semur Puntila og Matta eftir leikritsuppkasti og sögu eftir Wuolijoki. Vinnur við að semja Góðu sálina frá Ses- úan. 1941. Mutter Courage frumsýnt í Schauspielhaus í Zúrich. Semur í Helsinki ieikritið Der Aufhaltsame Aufstieg des Arturo Ui. (Hin erfiða frama- braut Arturo Ui). Hverfur frá

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.