Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 48

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 48
Picasso: „Dúfan“. Mannkynið gleymir furðu fljótt þeim þjáningum sem það hefur mátt þola. Og ekki virðist mannkynið geta séð aðsteðjandi þjáningar fyrir. Svo virðist sem íbú- ar New York borgar hafi ekki orðið svo mjög óttaslegnir við þær lýsingar sem þeir fengu á hörmungum kjarnorkusprengjunnar. í Hamborg eru íbúarnir enn umkringdir rústum og þrátt fyrir það hika þeir við að lyfta hendi gegn nýrri styrjöld. Nú virðist gleymdur sá ótti sem breiddist út um alla heimsbyggðina á fimmta áratugnum. Regn gærdagsins vætir okkur ekki, segja margir. Gegn þessum doða verðum við að berjast, því hámark hans er dauðinn. í dag virðast allt of margir dauðir, þvf það fólk sem þegar hefur reynt það sem það nú stend- ur frammi fyrir, aðhefst svo fátt sér til varnar. Og þrátt fyrir þetta fær ekkert sannfært mig um að útilokað sé að beita skynseminni gegn óvinum mannkynsins. Hlustum á það sem við höfum marg- sinnis heyrt, svo það heyrist ekki of sjaldan! Endurtökum varnaðarorðin, jafnvel þó þau séu sem aska í munni okkar! Þær styrjaldir sem ógna okkur í dag eru slíkar, að hinar fyrri eru sem vesælar til- raunir í samanburði. Þær munu eflaust verða að veruleika, ef ekki verður slegið á hendur þeirra sem kynda undir í augsýn okkar allra. Bertolt Brecht -1952

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.