Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Síða 12

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Síða 12
Finnlandi og fer til Bandaríkj- anna um Rússland. Hitler ræðst á Rússland. Brecht sest að í Santa Monica í Kaliforníu og hittir á ný marga gamla fé- laga. Byrjar að semja Die Ges- ichte der Simone Machard (Sýnir Simone Machard). 1942. Vinnur að kvikmyndagerð ásamt Eric Bentley, Fritz Kortner, Fritz Lang og Vladimir Pozner. Kynnist Charlie Chaplin. 1943. Góða sálin í Sesúan frumsýnd í Schauspielhaus í Zurich. Gal- ileo frumsýndur á sama leik- húsi. Gerir kvikmyndina Hang- men also Die ásamt Fritz Lang. Byrjar að semja Káka- síska krítarhringinn. Semur Sveyk í seinni heimsstyrjöld- inni. 1945. Lýkur við Kákasíska krítar- hringinn. Vinnur ásamt Char- les Laughton að þýðingu á Galileo. Ótti og eymd þriðja ríkisins sýnt í New York. Hitler deyr. Þýskaland hersetið. Heimsstyrjöldinni lýkur. 1947. Ótti og eymd þriðja ríkisins sýnt í Berlín. Charles Laughton leikur Galileo í uppfærsiu í Hollywood. Brecht kallaður fyrir „Óamerísku nefndina1' og yfir- heyrður um kommúnisma sinn. Hverfur frá Bandaríkjunum og kemur til Parísar. Vinnur að leikgerð á Antígónu eftir Só- fókles. 1948. Sest að í Zurich. Antígóna frumsýnd í Sviss í leikstjórn Brechts. Puntila og Matti frumsýnt í Schauspielhaus í Zurich. Setur saman Kleines Organon fúr das Theater (Lítil stefnuskrá fyrir leikhúsið). Byrj- ar að semja Die Tage der Commune (Dagar kommún- unnar). Fær boð um að setja Mutter Courage upp í Austur- Berlín. 1949. Mutter Courage sýnt á Deutc- hes Theater i Austur-Berlín í leikstjórn Brechts og með Weigel í aðalhlutverkinu. Snýr aftur til Sviss og sækir um austurrískan ríkisborgararétt. Lýkur við Die Tage der Com- mune. Snýr aftur til Austur- Berlinar. Berliner Ensemble leikhúsið stofnað. Brecht leik- stýrir sýningu Berliner En- semble á Púntila og Matta á Deutsches Theater. 1950. Gerir leikgerð af Der Hof- meister eftir Lenz og setur upp með Berliner Ensemble. Fær austurrískan ríkisborgararétt. 1952. Berliner Ensemble í leikför til Póllands. 1954. Berliner Ensemble flytur í The- ater am Schiffbauerdamm í Austur-Berlin. Gestaleikur á Leikhúsi þjóðanna í París. Mutter Courage fær þar fyrstu verðlaun sem besta sýningin. Berliner Ensemble frumsýnir Kákasíska krítarhringinn. Byrjað að gefa út heildarsafn Brechts. Fær friðarverðlaun Stalíns. 1955. Brecht fær stórkostlegar mót- tökur er Berliner Ensemble sýnir í París. Hann byrjar að æfa Galileo með leikflokknum. 1956. Æfingar stöðvast vegna veik- inda Brechts. 14. ágúst deyr Brecht í Austur-Berlín.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.