Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Síða 7

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Síða 7
SVEYK. Sýning Piscators 1928, með leikmynd eftir George Grosz. Saga Haseks um góða dátann var fljótlega þýdd á mörg tungumál og gefin út víða. Þýska þýðingin á bókinni kom út á árunum 1926-27 og mun Bertolt Brecht hafa kynnst henni mjög fljótlega. Brecht var ,,dramaturg“ (Leiklistar- og bókmenntaráðunautur) um þær mundir hjá Erwin Piscator, föður hins epíska leikhúss, sem jafnan er kennt við Brecht. Piscator vann að þvi árið 1927 að undirbúa stórbrotna sýningu byggða á bók Haseks og hafði fengið þá Max Brod og Hans Reimann til að gera leikgerð eftir skáldsögunni, en þótti leikhandrit þeirra afar ófullnægjandi þegar til kom. Var því hafist handa að setja saman nýtt leikhandrit og gerðu það Felix Gasbarra, Leo Lania og Bertolt Brecht, en Piscator hefur sjálfsagt verið með í ráðum. Piscator frumsýndi Sveyk 17. janúar 1928, með leikmynd eftir George Grosz og þótti sýningin mikið undur í tækni og allri gerð. Um það var raunar ekki getið í leikskránni að leikgerðin væri eftir Gasbarra, Lania og Brecht; þar stóð að höfundar handrits væru Brod og Reim- ann og mun ástæðan vera að annars hefði orðið að greiða úr flóknum höfund- arréttarmálum og jafnvel komið til málshöfðunar. Þrátt fyrir þetta slapp sýningin ekki við málaferli, því leikmynðahönnuðurinn, George Grosz, var kærður fyrir guðlast og finnast vart önnur dæmi um slíkt. En að þessum vandræðum öllum frátöldum þótti þetta ein stórbrotnasta sýning Piscators og hafði aðferð sýning- arinnar mikil áhrif á Brecht. Þarna voru m. a. notaðar leikbrúður, margvíslegar grímur, kvikmyndir (teiknimyndir) á baktjaldi og hreyfanlegir sviðspallar. Með sviðspöllunum og kvikmyndinni var t. d. unnt að sýna í smáatriðum för Sveyks til Búdejovitse og tók sá þáttur einn um hálftíma í sýningunni. En áhrifin sem Brecht varð fyrir í þessari vinnu allri urðu líka önnur en af tækninýjungunum, því segja má að hann hafi heillast gersamlega af persónu Sveyks og fylgdi hún honum æ síðan. Hann talaði oft um það að saga Haseks væri eitt af þremur bókmenntaverkum útgefnum á þessari öld sem talist gætu til heimsbókmennta og hann tók talsmáta og þankagang Sveyks sér til fyrir-

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.