Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Page 31

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Page 31
ÞORA FRIÐRIKSDOTTIR hóf leiklistarnám hjá Ævari Kvaran, fór síðan I Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins og lauk prófi 1954. Strax árið eftir lék hún sitt fyrsta stórhlutverk, Billie Dawn í gamanleiknum Fædd í gær, en hélt síðan til framhaldsnáms við Central School of Speech and Drama í London. Eftir heimkomuna lék hún fyrstu árin ýmist I Þjóðleikhúsinu eða hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Meðal hlut- verka hennar hér fyrstu árin eru Súsanna I ástarþrlhyrningsleiknum Litla kofanum, sýningu sem naut mikilla vinsælda, Helena Charles í Horfðu reiður um öxl (Osborne) og Ljóna Ólfer I Strompleiknum, eftir Halldór Laxness. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hún m. a. Ungu stúlkuna í Tannhvassri tengda- mömmu, Dótturina I Sex persónur leita höfundar (Pirandello), Hazel I Tlminn og við (Priestley) og Lucy Brown I Túskildingsóperunni (Brecht/Weill). Þóra hefur leikið alls 60 hlutverk í Þjóðleikhúsinu og eru þar á meðal móðirin Helen í Hunangsilmi (Delaney), Jenny f Allt í garðinum (Albee), Kata I Liðinni tíð (Pinter), Frú Stokkman I Þjóðníðingi (Ibsen), Blance Dubois í Sporvagninn Girnd (Tenness- ee Williams), Nína f Sólarferð, eftir Guðmund Steinsson, Júlla í Týndu teskeiðinni, eftir Kjartan Ragn- arsson, Matthildur I Syni skóarans og dóttur bakarans, eftir Jökul Jakobsson, Frú Wire I Leiguhjalli (Tennessee Williams), Móðirin I Sögum úr Vínarskógi (Horváth), Mary Tyrone í Dagleiðinni löngu (O'Neill) og nú síðast Dotty Otley I Skvaldri, sem enn er verið að sýna við miklar vinsældir. PÁLMI GESTSSON lauk leiklistarnámi frá Leiklistarskóla íslands vorið 1982 og lék í sýningum Nem- endaleikhússins á Jóhönrtu frá Örk, Svölunum, eftir Genet, og Þórdísi þjófamóður, eftir Böðvar Guð- mundsson. Hann lék hlutverk Yolands I sýningu Leikfélags Reykjavíkur á írlandskortinu, eftir Brian Friel, en hefur einnig leikið með Revíuleikhúsinu og nú nýlega lék hann ( sýningu Alþýðuleikhússins á Kaffitár og frelsi, eftir Fassbinder. Þá leikur Pálmi í sjónvarpsleikriti Sveinbjarnar Baldvinssonar sem enn er eftir að sýna og heitir Þetta verður allt I lagi. Pálmi lék aðalhlutverkið I útvarpsgerðinni á Glæpi og refsingu, eftir Dostojevskl, I fyrra. GUNNAR EYJÓLFSSON hefur víða komið við I leiklistinni. Hann þreytti frumraun slna I hlutverki Sol- anios í Kaupmanni I Feneyjum, eftir Shakespeare, hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1945. Síðan stundaði hann nám í RADA í London og hlaut þar fyrstur útlendinga hin eftirsóttu Shakespeare-verðlaun skólans auk þess að fá Tennant-verðlaunin. í u. þ. b. tvö ár lék Gunnar I enskum leikhúsum, hlaut enn verðlaun, að þessu sinni fyrir túlkun á Lasarusi í leikriti um Maríu Magdalenu, þá lék hann m. a. I bresku frumuppfærslunni á Crime Passionel, eftir Sartre, og starfaði með mörgum nafntoguðum meisturum eins og t. d. Peter Brook. Eftir heimkomuna lék hann m. a. hjá L. R. hlutverk Laertesar í Hamlet og Loft I Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar, en það hlutverk lék hann aftur síðar I Þjóðleik- húsinu. Þá stofnaði hann leikflokkinn Sex I bfl, sem ferðaðist um landið I þrjú sumur og var þar bæði leikstjóri og leikari. Fyrsta hlutverkið I Þjóðleikhúsinu var Hugo í Flekkuðum höndum (Sartre) árið 1951, en á fyrsta áratug leikhússins lék hann m. a. Jimmy Porter i Horfðu reiður um öxl og Genna í Engill horfðu heim. Gunnar varð fastráðinn leikari hér árið 1961 og eru hlutverk hans síðan orðin fjölmörg og mikið af eftirminnilegum aðalhlutverkum þar á meðal. Skal fyrst nefna klassísk stórhlutverk á borð við Pétur Gaut, Hamlet, Fást, Jagó I Óþelló, Dr. Stokkmann I Þjóðnlðingi, Ödípús kongung og Willy Loman I Sölumaður deyr; þá skal nefna Andra í Andorra (Frisch), Marat í Marat/Sade (Weiss), Jón Marteinsson I islandsklukkunni, Ernest í Vér morðingjar (Kamban), Richard í Allt í garðin- um (Albee), Feldmann I Tvíleik (Kempinski), Meistara Brynjólf í Jómfrú Ragnheiði og nú síðast Lloyd Dallas í Skvaldri. Þá hefur Gunnar töluvert fengist við leikstjórn og eru þar á meðal verkefna Stromp- leikurinn, eftir Laxness, Jón biskup Arason, eftir Matthías Jochumsson og gamanleikurinn Á yztu nöf, eftir Thornton Wilder.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.