Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 38

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 38
HÁKON WAAGE útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins vorið 1967 og hefur leikið yfir 60 hlut- verk í Þjóðleikhúsinu, en hér er hann fastráðinn leikari. Svo nokkur hlutverka hans séu nefnd, þá eru þar á meðal Jack í Dauða Bessí Smith, eftir Albee, Blindur glæpamaður i (slandsklukkunni, eftir Hall- dór Laxness, titilhlutverkið í barnaleikritinu Bangsímon, eftir Milne, Marat í Fyrirheitinu, eftir Arbuzov, Höskuldur í Merði Valgarðssyni, eftir Jóhann Sigurjónsson, Wick í Malkolm litla, eftir Halliwell, Hermað- ur í Ósigri, eftir Birgi Engilberts, Forsyth í Indíánum, eftir Kopit, Ari í Jóni Arasyni, eftir Matthías Joc- humsson, Salerió í Kaupmanni í Feneyjum, Vassilí Pépel í Náttbólinu, eftir Gorkí, titilhlutverkið í Vojtsek, eftir Buchner, Bartel í Þeir riðu til sjávar, eftir Synge, Jóhann Tönnesen I Máttarstólpum Þjóð- félagsins, eftir Ibsen, Biff í Sölumaður deyr, eftir Arthur Miller og Ægistos í Óresteiunni, eftir Æskilos. Hann leikur nú Ólaf í Tyrkja-Guddu, eftir Jakob Jónsson frá Hrauni. ANDRI ÖRN CLAUSEN lék fyrst f Þjóðleikhúsinu i barnaleikritinu Öskubusku og hélt eftir það til leik- listarnáms við Webber Douglas leiklistarskólann í London. Eftir það hefur hann leikið í söngleiknum Gretti hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hér í Þjóðleikhúsinu lék hann Happy í Sölumaður deyr, eftir Miller og Ára ökumann í barnaleikritinu Gosa, sem Brynja Benediktsdóttir samdi upp úr sögu Collodis. Þá tók Andri þátt í sýningunni á ballettinum Giselle fyrir tveimur árum. Um þessar mundir leikur hann Hassan i Tyrkja-Guddu, eftir Jakob Jónsson frá Hrauni. ELLERT A. INGIMUNDARSON lauk leiklistarnámi fráLeiklistarskóla íslands vorið 1982. í Nemenda- leikhúsinu lék hann í uppfærslunum á Jóhönnu frá Örk, Svölunum, eftir Genet og Þórdísi þjófamóður, eftir Böðvar Guðmundsson. Hér í Þjóðleikhúsinu lék hann fyrst í Súkkulaði handa Silju, eftir Ninu Björk Árnadóttur, sem sýnt var á Litla sviðinu í fyrra. Um þessar mundir leikur hann í Andardrætti, eftir David Mamet hjá Alþýðuleikhúsinu, en að auki hefur hann leikið í sjónvarpinu. RANDVER ÞORLÁKSSON var nemandi i Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og lauk þaðan prófi vorið 1970. Hann er nú á ný fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og hefur leikið hér fjölda hlutverka, auk þess að leika í útvarpi, sjónvarpi og hjá Leikfélagi Reykjavíkur (íslendingaspjöll). Meðal hlutverka hans hér eru Billy the Kid í Indíánum, eftir Kopit, Eirikur i Klukkustrengjum, eftir Jökul Jakobsson, ræninginn Jesper í Kardemommubænum, eftir Egner, Lórens í Kaupmanni í Feneyjum, eftir Shakespeare, Kalli í Karlinum á þakinu, eftir Astrid Lindgren, Aljoska í Náttbólinu, eftir Gorkí, Cléante í ímyndunarveikinni, eftir Moliére, Rúnar í Týndu teskeiðinni, eftir Kjartan Ragnarsson, Jóhann í Stundarfriði, eftir Guðmund Steinsson, Finnur í Óvitum, eftir Guðrúnu Helgadóttur, Bernard í Sölumaður deyr, eftir Miller og Glúm- ur innbrotsþjófur ( Línu langsokk. Randver hefur leikið ails 50 hlutverk í Þjóðleikhúsinu, en um þessar mundir leikur hann Eyjólf Sölmundarson í Tyrkja-Guddu. LILJA GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR var nemandi i Leiklistarskóla Islands og lauk þaðan prófi 1978. I Nemendaleikhúsinu lék hún m. a. í Við eins manns borð, eftir Rattigan, en fyrsta hlutverk hennar eftir skólann var í Valmúinn springur út á nóttunni, eftir Jónas Árnason hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Önnur hlutverk hjá L. R. eru Katrín i Ótemjunni, eftir Shakespeare og Katrín Sadler í Er þetta ekki mitt lif? eftir Brian Clark. Hjá Alþýðuleikhúsinu lék hún Antoníu í Við borgum ekki, eftir Fo, en hér í Þjóðleikhúsinu hefur hún leikið Mörtu í Stundarfriði Guðmundar Steinssonar, Dísu í Snjó, eftir Kjartan Ragnarsson, Jórunni Hjartardóttur í Húsi skáldsins, eftir Laxness, Cathleen í Dagleiðinni löngu, eftir O’Neill, svo eitthvað sé nefnt, en í vetur hefur hún leikið Poppy f Skvaldri. Lilja Guðrún er nú fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu. TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR er nú fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið. Hún var nemandi í Leiklistar- skóla íslands og lauk þaðan prófi sumarið 1978. í Nemendaleikhúsinu lék hún í Pylsaþyt, eftir Goldoni og i Fanshen, eftir Hare. Fyrsta hlutverk hennar eftir það var Hanna í Glerhúsinu, eftir Jónas Jónas- son, hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hjá Alþýðuleikhúsinu lék hún konuna í Elskaðu mig, eftir Vitu Ander- sen, en hér í Þjóðleikhúsinu hefur hún m. a. leikið Smalastúlkuna í Smalastúlkan og útlagarnir, eftir Sigurð Guðmundsson og Þorgeir Þorgeirsson, Brynju í Hvað sögðu englarnir? eftir Nínu Björk Árna- dóttur og nú i vetur hefur hún farið á kostum sem Brooke Ashton, heimska Ijóskan f Skvaldri, eftir Michael Frayn.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.