Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 18

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 18
Tilbrigði gestanna á Bikarnum við „Die Fahne Hoch“ Tromman á undan er á eftir fer kálfur, en skinnið í trommuna skaffar hann sjálfur. Með slátraranum eins og eftir línu með augun lokuð þramma kálfarnir. Þeir sem í sláturhúsi hellt’ út blóði sínu, þeir hlaupa í anda með þeim framliðnir. Hendurnar hátt á loft, hæst fingurgómar. Blóðugar eru þær, alveg galtómar. Með slátraranum eins og eftir línu með augun lokuð þramma kálfarnir. Þeir sem í sláturhúsi hellt’ út blóði sínu, þeir hlaupa í anda með þeim framliðnir. Krossinn sinn bera þeir á blóðtrafi rauðu, en sitja á hakanum sé ég þá snauðu. Með slátraranum eins og eftir línu með augun lokuð þramma kálfarnir. Þeir sem í sláturhúsi hellt’ út blóði sínu, þeir hlaupa í anda með þeim framliðnir. Úr „Die Fahne hoch“ Rís fáni hátt er fram í beinni línu affestu og einurð þramma stormsveitir, og þeir af oss sem hafa úthellt blóði sínu í anda þramma með oss framliðnir.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.