Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Page 18
Tilbrigði gestanna á Bikarnum
við „Die Fahne Hoch“
Tromman á undan er
á eftir fer kálfur,
en skinnið í trommuna
skaffar hann sjálfur.
Með slátraranum eins og eftir línu
með augun lokuð þramma kálfarnir.
Þeir sem í sláturhúsi hellt’ út blóði sínu,
þeir hlaupa í anda með þeim framliðnir.
Hendurnar hátt á loft,
hæst fingurgómar.
Blóðugar eru þær,
alveg galtómar.
Með slátraranum eins og eftir línu
með augun lokuð þramma kálfarnir.
Þeir sem í sláturhúsi hellt’ út blóði sínu,
þeir hlaupa í anda með þeim framliðnir.
Krossinn sinn bera þeir
á blóðtrafi rauðu,
en sitja á hakanum
sé ég þá snauðu.
Með slátraranum eins og eftir línu
með augun lokuð þramma kálfarnir.
Þeir sem í sláturhúsi hellt’ út blóði sínu,
þeir hlaupa í anda með þeim framliðnir.
Úr „Die Fahne hoch“
Rís fáni hátt er fram í beinni línu
affestu og einurð þramma stormsveitir,
og þeir af oss sem hafa úthellt blóði sínu
í anda þramma með oss framliðnir.