Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Side 44

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Side 44
TÉKKÓSLÓVAKÍA Peð á skákborði stórveldanna Tékkóslóvakía varð fyrst til sem þjóðland að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni árið 1918 og markaði endanlegt hrun veldis Habsborgara og Austurrlsk-Ungverska keisaradæmisins. Sjálfstæðisyfirlýsing var gefin út í október það ár og keisara- dæmið var of máttvana til að veita nokkuð viðnám. í tæp tuttugu ár blómstraði lýðveldi í Tékkóslóvakíu uns Ijóst var á fjórða áratugnum að landið var í hlut- verki peðs sem vesturveldin síðan fórnuðu í von um jafntefli við Hitler. Landamæri Tékkóslóvakíu voru ákveðin þetta sama ár og höfðu Tékkar og Slóvakar ekki sjálfdæmi í því máli, heldur voru línur dregnar við samningaborð stórveldanna (bandamanna). Voru landamærin látin fylgja náttúrulegum mörk- um af ,,öryggisástæðum“ og varð þar með lítið úr hugsjón Wilsons Bandarikja- forseta um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þjóðarbrota. Þessi landamæri urðu til þess að um þrjár milljónir Þjóðverja lokuðust inni í landinu (auk fleiri þjóðar- brota), en þetta reyndist örlagaríkt er nær dró næstu heimsstyrjöld og gaf Hitler mikla möguleika tii frumkvæðis í landkröfum sfnum. En hver gat séð það fyrir? Hitler var jú ekki mættur til leiks við stóra taflborðið 1918. Heimskreppan lék Tékkóslóvakíu grátt, ekki svo mjög efnahagslega, heldur urðu brestir þeir sem mynduðust í samskifti stórveldanna til þess að staða landsins varð mjög ótrygg. Uppgangur og valdataka nasista í Þýskaiandi boð- uðu mikla hættu, því meðal stefnuatriða þeirra var sameining allra þýskumæl- andi manna innan Stór-Þýskalands. Og þar kom að Hitler varð svo öflugur að hann tók að bjóða stórveldunum byrginn. Tékkar höfðu samkomulag við Frakka og Sovétmenn um aðstoð ef á þá yrði ráðist að tilefnislausu og meðan Hitler var að þjarma að þeim f trausti friðarvilja Breta og skilnings vesturveldanna á því óréttlæti sem Þjóðverjar í Tékkóslóvakíu höfðu verið beittir við samninga- borðið 1918, fullvissuðu þessir bandamenn í austri og vestri tékknesk stjórnvöld um að allar skuldbindingar væru í fullu gildi. En Hitler tókst að gera málstað tékknesku stjórnarinnar gagnvart Þjóðverjum í landinu svo tortryggilegan að vesturveldin sátu aðgerðalaus og töldu sér trú um að heimsfriðnum væri borgið ef Hitler fengi Tékkóslóvakíu (Munchenarsamkomulagið). Þau héruð í Tékkó- slóvakíu sem Þjóðverjar byggðu voru innlimuð í Þýskaland í september 1938. Hitler fékk þar með góða stöðu. Hann var nú kominn á bragðið, fyigi hans óx heima fyrir í kjölfar þessa sigurs og stríðsviiji hans efldist mjög. Og bæði Pól- verjar og Ungverjar fengu nú fullnægt landakröfum sínum á hendur Tékkum. Þar kom að Hitler krafðist þess að Bæheimur og Mæri, sá hluti Tékkóslóvakíu sem Tékkar byggðu, yrðu hernumin af Þjóðverjum, ella yrði Prag lögð í rúst með loftárás. Tékkar urðu að láta undan og 15. mars 1939 tóku Þjóðverjar landið herskildi. Þar með var tékkneska ríkið úr sögunni og Slóvakía varð þýskt leppríki.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.