Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 23
ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR var nemandi í Listdansskóla Þjóðleikhússins og hefur
komið fram í fjölda sýninga hér sem dansari í balletsýningum, leikritum, söngleikjum og
óperum. Þá var hún tæp tvö ár nemandi í The Royal Ballet School í London. Þórhildur
hefur kennt við Listdansskóla Þjóðleikhússins, Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur,
SÁL-skólann og Leiklistarskóla íslands. Hún var einn af stofnendum Leiksmiðjunnar og
starfaði þar sem leikari og dansahöfundur og síðar sem leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi
Akureyrar. Þórhildur var einn af stofnendum Alþýðuleikhússins, starfaði mikið fyrir það á
upphafsárunum og setti þar upp margar sýningar, t. d. Krummagull, Skollaleik og Heimil-
isdrauga, alit leikrit eftir Böðvar Guðmundsson, og Blómarósir, eftir Ólaf Hauk Símonar-
son, að ógleymdum Don Kíkóta, leikgerð James Saunders á skáldsögu Cervantesar. Fyrir
Leikfélag Reykjavíkur setti hún upp Steldu bara milljarði, eftir Arrabal og Ótemjuna, eftir
William Shakespeare. Þá hefur hún á síðari árum unnið fyrir (slensku óperuna og stjórnað
þar uppfærslunum á Sígaunabaróninum, Litla sótaranum, eftir Britten og Töfraflautu
Mozarts. Nú í vetur hefur uppfærsla hennar á söngleiknum My Fair Lady notið gífurlegra
vinsælda hjá Leikfélagi Akureyrar. Hér í Þjóðleikhúsinu leikstýrði hún fyrst afmælissýningu
hússins á Smalastúlkunni og útlögunum, eftir Sigurð Guðmundsson og Þorgeir Þorgeirs-
son, síðan stjórnaði hún söngleiknum Gusti og Sveyk er því þriðja leikstjórnarverkefni
hennar fyrir Þjóðleikhúsið.