Nýja öldin - 01.12.1899, Síða 3
Breytiþróunar-lögmálib.
147
flmta tamda nautið (Bos taurus), sem allir þekkja; og
enn eru fleiri kyn af ugsa-ættinn, þótt eigi þurfi hór að
nefna i þessu sambandi. Sérhverju af þessum kynjum er
skift í fleiri eða færri tegundir. — Kýr sú er ég nefndi
að verið hefði á dýragarðinum í Lundúnum, var svo
ættuð, að faðir hennar var amerískur vísundur, en móð-
irin var kynblendingur, undan zebú og gaial. Hér höfðu
því ekki að eins ólíkar tegundir, heldur ólík kyn ækslað
kyn sitt saman. Og kýr þessi er frjósöm og ækslaði
kyn sitt við amerískum vísundi; en það var undarlegast,
að afkvæmi hennar, sem var kvíga, líktist meira algengri
kú, eins og þær eru tíðastar á Englandi, heldur en'
nokkrum af forfeðrum sínum eða formæðrum.1 Hefði nú
þessi sama kýr átt líka bolakálf, þá hefði hann og kvígan
getað ækslað kyn sitt, og svo afkvæmi þeirra sín á meðal
úr því, og er þá varla að efa, að þar hefði verið mynd-
uð ný tegund.
En því sem ásetnings-aðgerðir manna geta tii vegar
kornið á stuttum tíma, því sama getur sannailega kjör
eða val náttúrunnar valdið á löngum tíma.
Sjálflr þeir inir miklu náttúrufræðingar, sem eru höf
undar skiftingarkerfa, sem þeir hafa slcift náttúruhlutunum
niður eftir, svo sem Linné, Cuvier og Jussieu, — sjálfir
þessir menn, sem fastast hóldu því fram, að tegundirnar
væru óbreytilegar (gætu að eins framleitt afbrigði, en ekki
nýjar tegundir) —, jafnvel þeir höfðu þó ósjálfrátt hug-
boð um, að þetta væri þó ekki alt óyggjandi. Linnó
skifti jurtaríkinu í flokka, og var sú skifting hans lítt að
eðli gerð; en svo skifti hann flokkunum í ættir, ættunum
i kyn, kynjunum í tegundir. Og nýjari náttúrufræðingar
hafa skift bæði jurtum og dýrum í hópa, raðir, ættir, kyn
og tegundir, alt eftir líkindum lílcamsbyggingar. En þessi
1) Modern Science, l.c.