Nýja öldin - 01.12.1899, Side 5
Breytiþróunar-lögmálið.
149
ásáttir um, hvað sé tegundir og hvað sé ekki tegundir
af þeim jurtum, sem henni til heyra.
Af hverju kemur það nú, að þessar tegundir eru
hreytilegri en aðrar ?
Það kemur af baráttunni fyrir tilverunni, baráttunni
fyrir lífinu (struggle for life). Því að þessi barátta, sem
séra Malthus heflr sýnt fram á að á sér stað hja mann-
kyninu, hún á sér engu síður stað hjá dýrunum og
jurtunum.
Jarðhnöttur vor er þó, þegar til alls kemur, tak-
markað svæði; hann getur hvorki fætt né rúmað nema
tiltekna tölu af lifandi verum (dýrum og jurtum). Þessi
tiltekna tala getur vei'ið há; það getur verið mesti ara-
grúi; en takmarkalausan fjölda getur takmarkað svæði
(eins og jörðin er) ekki fætt né rúmað. Nú er svo, að
ávalt fæðast fleiri einstaklingar, heldur en deyja, ef ytri
líísskilyrði hindra eigi útbreiðslu þeirra. Það má því
ganga að því vísu, að æva-langt sé síðan að full var
orðin tala þeirra einstaklinga, sem þrifist gátu á jörðunni,
eins og á stóð í hvert sínn. En sífelt fæðast þó miklu
fleiri en lifað geta, og er það því auðsætt, að nokkrir,
eða, réttara sagt, fjölmargir einstaklingar, hljóta að láta
líflð fyrir örlög fram. Og hverjir eru þeir?
„Alt, sem lifir, lífa girnir;
líflð heli móti spyrnir,"
segir Kristján Jónsson. Og það er dagsanna. Öllum
einstaklingum er meðfædd hvötin til að lifa, að reyna
að bjarga lífinu, sporna við dauðanum. Aliir vilja lifa,
en allir geta ekki lifað. Því verður baráttan fyrir líflnu,
fyrir viðurværinu.
Það er nú auðsætt, að það verður að ganga eins í
þessari baráttu, eins og gengur í sérhverju öðru stríði;
þeir sem bezt eru útbúnir, hafa bezt vopn og eru sterk-
astír . — þeir sigra; þeir halda vígvellinum (tilverunni,