Nýja öldin - 01.12.1899, Qupperneq 15
Breytiþróunar-logmálið.
159
raætti nefna það líffæra-leifar. En hitt er nú það nafn,
sem náttúrufræðingar tíðka.
Það er sárfágætt nú, að nokkur maður geti hreyft
eyrun á sér („lagt kollhúfurnar"). En sérhver maður
hefir þó alveg samkynja hreyflvöðva, til að hreyfa eyrun,
eins og t. d. hestarnir hafa. Vér mennirnir höfum um
langan aldur ekki þurft á þessum vöðvum að haida, og
þvi er nú svo komið að þeir þroskast lítt á mönnum og
ei'u orðnir magnlausir á flestöllum. Með tímanum hverfa
þeir án efa alveg.
Ormgangurinn eða ormholan (processus vermiformis),
sem er ekki annað en mjótt áframhald af botnlanganum
i manninum, er einn siíkur liffærisvísir; af honum höf-
um vér ekki allra-minsta gagn, en oft ógagn og ekki
allsjaldan líftjón.
Þessir líffæra-vísar vóru áður allsendis óskiljanlegir,
rétt eins og þetta væru dutlungar úr náttúrunni eða
skaparanum. En samkvæmt breytiþróunar-kenning Dar-
wins eru þeir auðskildir. Pað liggur í.augum uppi, að
þetta eru líft'æri, sem dýrið einhvern tíma heflr þurft á
að halda, en eru nú orðin gagnslaus eftir að dýrtegundin
heflr breytst, og eru nú farin að missa vögst og þrótt.
Annars væri það næsta kynlegt, að hugsa sér vængjaðan
fugl, sem ekki getur flogið. Þó þekkjum vér allir hænsir.,
sem svona eru á sig komin; einnig strútsfuglinn, og ýms-
ar aðrar fugltegundir. Og til hvers eru fætur, sem ekki
er gengið á, eða augu sem ekki verður séð með? Þó
hafa hvalir og höggormar afturfætur, sem alveg eru
faldir inni í holdinu, vagsa aldrei út; og sumar tegundir af
eðlum (salamandrar) og moldvörpum hafa augu, en eru
þó steinblind.
Þá má hér til teija halann eða rófuna, sem öll hrygg-
dýr hafa. Mönnum mun þykja skrítið, að ég segi þetta,
þar sem maðurinn heyrir til hryggdýrunum. En allir