Nýja öldin - 01.12.1899, Page 16
160
Nýja Öldin.
menn bafa hala. Yitaskuld sést hann á fæstum mönn-
um (þó á ekki svo fáum), en hann er til fyrir því. Hali
eða rófa er ekki annað en framienging af hryggnum.
Á sumum dýrum er halinn langnr, sumum stuttur; á
sumum snoðinn, á öðrum loðinn. Það er undir því komið,
til hvers dýrin nota hann. Dýr með loðnum hala lemja
t.-d. oft burt með honum bitflugur af skrokk séríheitu
loftslagi (hestar gera það við mývarg). Sumum dýrum
er halinn í handar stað, sem gripfæri, t. d. sumum öp-
um, sem ala mjög aidur sinn í trjám.1 Sum dýr hafa
breytt svo lifnaðarháttum, að halinn er orðinn þeim ó-
þarfur; heflr. hann þá tekið að minnka og þverra; að lok-
um verður hann svo smár, að hann vegs ekki út úr
holdinu, heldur hylst í þvi. Þetta á sér stað hjá
ýmsum apategundum og á nálega öllum mönnum. Hrygg-
urinn er aðal-máttarstoð hryggdýra; við hann eru fest
ýmis önnur bein skrokksins (t. d. rifin). í manns-skrokkn-
um rayndast hryggurinn af 33 liðum: 7 hálsliðum, 12
bakhryggjar-liðum eða brjóst-liðum, 5 mjóhryggs-liðum, 5
mjaðmar-liðum og 4 smáurn og ófullkomnum rófu-liðum.
En þessir rófuliðir liggja fólgnir inni i holdinu, undir
húðinni, á flestum mönnum. Ef vér skoðum beinagrind
af manni, getum vér séð og talið halaliðina. En á ein-
stöku mönnum vex rófan út og' verður sýnileg, getur enda
orðið l1/^—2x/2 þumi. á lengd eða jafnvei meira. Fyrir
nokkrum árum var ritgerð unr þetta efni (menn með
sýnilega rófu) í Popular Science Monthly, er inn nafnkunni
vísindamaður prófessor Youmarrs er ritstjóri að, og er
eitt ið áreiðanlegasta og mest virta tímarit í sinni röð.
Par vóru margar myndir af manns-rófum og mönnum
nreð rófur, allar teknar eftir ijósmyndum, er teknar höfðu
1 A fuglunum er halinn settur löngum fjöðrum; er það
nefnt stél, og stýra fuglarnir fluginu með því. A fiskum er hal-
inn nefndur sporður og er þeim sundfæri.