Nýja öldin - 01.12.1899, Síða 42
186
Nýja Öldin.
náttúrunni til um fjölda gáfaðra barna, sem fæðast ár
hvert, og að af börnum þeim, sem áriega fæðast í hverju
landi, sé ámóta stór eða smá tiltala af börnum, sem
mikið mannsefni er í.
Þegar því koma eins og einstök ár, eitt eða fleiri i
röð, sem framleiða fleiri mikla menn, en vant er, þá má
án efa telja það víst, að það sé þau ytri atvik, sem áhrif
hafa á unglingana á þroskunarskeiðinu, sem valda mis-
muninum. Pað er moð öðrum orðum, eins og óg áðan
benti á, að áhrifamildir viðburðir eða einkennileg anda-
stefna einlivers tiltekins tíma setja mót sitt á sálir þær,
sem eru á þróskaárunum samtímis þeim.
Árhringurinn frá vordögum 1807 til vordaga 1808 hefir
vetið óvenjulega framleiðslu-farsæll fyrir þjóð vora: 21. Apríl
1807 fæðist Jón Hjaltalín; 7. .Túni samaárTómas Sæmunds-
son; 16. Nóvember s. á. Jónas Hallgrímsson; og liðugu
missiri síðar: 3. Júlí 1808 fæðist Konráð Gíslason. Þrera
árum síðar fæðist, Jón Sigurðsson.
Ef jafn-margir miklir menn fæddust sífelt meðal þjóðar
vorrar á sérhverju jafnstuttu bili — - mikla auðlegð ætt-
urn vór þá af ágætismönnum !
Þegar Jónas Ilallgrímsson ketnur til háskólans, eru
hreyflngar þær, sem .Túlí-stjórnbyltingin franska hafði vakið,
efst á baugi í huguin þjöðanna víðsvegar um álfuna, og
í Danmörku heflr þetta vakið allmikið fjör og áhuga.
Það er enginn efl á, að þetta heflr vakið Tómas Sæ-
mundsson og Brynjólf Pótursson; og fyrir sakir þeirra
áhrifa, hafa áhrifln á Jónas og orðið ef til vill meiri, en
elia mundi. En mest áhrifln heflr þó bersýnilega Kon-
ráð Gíslason haft á hann. Konráð vitum vér allir að er
réttnefndur endurlamnari íslenzltunnar. Veit óg vel, að
Egilsson og Scheving vóru á undan komnir; en þeir vóru
fyrirennarar hans, og ef t.il vill ómissandi skilyrði fyiir því
að Konráð varð þetta, En án Konráðs og Jónasar