Nýja öldin - 01.12.1899, Page 58
202
Nýjn Öldin.
þessa sjálfgerva íslenzka bónda, sem eyddi kröftum sín-
um við orfið og brennivínsflöskuna.
Ég hefi heyrt gamlan mann hafa það eftir Gísla, að
hann hefði eitt sinn sagt:
„Það er um að gera að kveða biturt.u
Vísur hans bera þess líka ljósan vott, að hann hefir
haft þessa skoðun í raun og veru og fylgt henni fram.
Hann tók ævinnlega skarið af.
Ég læt skýringar fylgja vísunum að svo miklu leyti
sem mér eru þær kunnar og þörf krefur. En ekkert
veit ég um aldur þeirra.
Eitt sinn atyrti Jakob Johnsen, kaupmaður á Húsa-
vík, konu sína1. Éá kvað Gísli:
Ég hefi hiýtt á yðar tal
ei’ með sinni gljúpu;
oft hef’ eg gráan vitað val
vega að hvítri rjúpu.
Éað mig grunar, Porlákur,
— þrotni spuni ljóða —,
að við þig uni ættgengur
æru’ og muna þjófnaður.2
Maður flutti sig búferlum:
Burtu hrókur flæmdist flár,
forláts tók á bænum;
þó að klókur þerði brár,
það vóru krókódíia tár.
Maður er nefndur Antóníus, þingeyskur að ætt.
Hann var skáldmæltur vel, en náði litlum þroska og
1) Hildi Jónsdóttur frá Grenjaðarstað. N. Ö.
2) l’essi staka er um alkunnugt guðsbarn nú vestan hafs.
N. ö.