Nýja öldin - 01.12.1899, Page 62
2Ó6
Nijja Ölclin.
Þó að gröndin þrauta „sver“
þjaki önd raeð pínum,
enginn hönd í hári mór
heflr af fjöndum mínum.
Gísli var ölgjarn, einkum þegar hann kom í kaup-
stað. Eitt sinn kom hann út á Húsavik, keypti brenni-
vínsstaup eða þáði að gjöf og rendi úr því í einu.
Johnsen kaupmaður var þar nærstaddur — þeir eldu
löngum grátt silfur — og hafði orð um það, að þessi
aðferð væri „svolaleg". Gísli gegndi þegar með þessari
vísu:
Hálsinn skola mér er mál,
mín því hol er kverkin.
Ég mun þola þessa skál;
það eru svolamerkin.
Þvi var eitt sinn spáð fyrir Gisla, að hann færi
illa fyrir drykkjuskapinn; þá kvað hann þet.ta:
Lifsins enda allir fá,
eilíf sendast launin hæfu,
en ölvafjendur ekki þá
eiga í hendi mína gæfu.
Eg mun svelgja eins og var
öls og félgaT kaupum,
þó skinhelgir hræsnarar
hafl velgju’ á staupum.
Gisli átti í orðakasti við granna sinn i rétt; sá stóð
ofar í brekku nokkurri, og líkti hann Gísla við svartan
sauð; þá kvað Gísli visu þessa:
») = fjölga.