Nýja öldin - 01.12.1899, Page 71
Steingrímur Stefánsson.
215
Því að Steingrímur er ekki að eins manna næmast-
ur, heldur iíka sá stálminnugasti maður, sem ég hefi
þekt. Þegar þessar tvær gáfur verða samfara ágætum
skilningi og skarpri dómgreind, eins og þær gera hjá hon-
um, og þar við hætist, að hann er smekkmaður, fjör-
maður, orðhagur og meinfyndinn, og bóksmoginn eins og
mölur í öllum veraldarinnar fræðigreinum, skáldskap og
vísdómi að fornu og nýju, þá er ekki kyn þótt hann geti
verið skemtilegur, enda drekkur hann í sig daglega eins
og þur svampur sérhvem nýjan straum, er opnast, í æð-
um bókmentanna.
í bókasafninu er veldi hans víðara en annara manna,
því að hann hefir undir sínum forráðum þrjár deildir og
tvo menn sór til aðstoðar. Aðaldeild hans er heimspekis-
deildin; þar er og guðfræði og trúarbragðafræði, stjórn-
fræði, félagsfræði, þjóðmeganfræði. Önnur deild em inn-
bundin tímarit (ekki blöð) almenns efnis. f’riðja deild er
almenna lestrardeildin, þar sem frammi liggja ný tíma-
rit og blöð jafnótt og þau koma út. Ég heyrði einhvern
tíma einhvem landa láta það í ljósi, að það væri nú ekki
sérlega mikill vandi, að geta lesið á kjöl á bók og fært
manni bók, sem hann bæði um. Þetta er nokkuð horn-
strandaleg hugmynd um starf deildarstjóra á stóru bóka-
safni. Fyrst er nú slíkt safn nokkuð ólíkt 50 eða 100
binda lestrarfélags-bókasafniíútkjálkasveit. Þó aðekki væri
annað en „að geta lesið á kjölinn" á hverri bók í ein-
hverri deild, þá þyrfti til þess eins talsverða þekkingu,
þar sem bækur eru á safninu, segjum t. d. á 20 tungum
eða fleirum, fornum og nýjum.
En þótt margur komi inn á safn eins og Newberry-
-safnið til að biðja um einhverja ákveðna bók, þá erhitt
þó tíðara, að maður kemur þangað inn, til að fræðast
um eitt eður annað efni eður atriði — og snýr sér þá til
bókavarðar í þeirri deild, er efni hans heyrir undir, og