Nýja öldin - 01.12.1899, Qupperneq 76
220
Nýja Öldin.
sjálfnám lians á útlendum tungum, að hann hefir ha.ft
sérstaklega gáfu til málanáms. Hann hefir ekki i borg-
um lifað, heldur verið í sveit alla sína ævi, átt því örð-
ugt með að ná til bóka, nema þeirra er hann hefir sjálf-
ur keypt sér, og vit.a allir, hve létt það er fjöiskyldu-
manni, einyrkja. Alt um það er auðsætt, að hann hefir
lesið margtið beztaienskum bókmentum og fylgtvei öll-
um andiegum hroyfingum samtíðar sinnar.
Annars var það ekki tilgangur þessara lína a,ð fara
að lýsa Stephani, heldur að eins að geta heiztu ytri við-
burða ævi hans.
Kristinn Stefánsson.
Hann er fæddur 9. Júlí 1856 að Egilsá í Norðurár-
dal í Skagafirði; en þar. bjuggu foreldrar hans: Stefán
læknir Tómasson, skagfirzkur að ætt, og Vigdís Magnús-
dóttir, ættuð úr Eyjafirði. Hann óist upp á Egilsá, en
misti föður sinn 8 ára gamali. En er hann var 12 ára,
fluttist liann norður í Eyjafjörð með móður sinni og syst-
kinum. Att.i hann þá heimili á Akureyri og í grend við
kaupstaðinn þar til er hann flutti n.f landi burt 1873;
var móðir hans þý ný-dáin.
Hann var einn af þeim íslendingum, er staðfestust
þá í Canada, og settist hann fyrst. að í Ontario. Gekk
liann að hverri vinnu, sem völ var á, og dvaldi áýmsum
stöðurn. Alls dvaldi hann í Ontario 8 ár, en 1881 flutti
hann sig vestur til Winnipeg, þar sem þá var orðið ærið
fjölment af löndum fyrir. I’rem árum síðar kvæntist
hann og gékk að eiga ungfreyju Guðrúnu Jónsdóttur, Árna,-
sonar bónda af Tjörnnesi í Norður-Pingeyjarsýslu, Peim