Nýja öldin - 01.12.1899, Síða 88
232
Nýja Uldin.
ara. Ég vildi bæta því við, að hann er einn af hug-
myndaríkustu Ijóðskáldum vorum ; frumlegar samlíking-
ar, málverk, meitluð snillyrði — af þessu úir og grúir
í kveðskap hans. Og þó að hann láti tilflnningar sínar
venjulega koma fremur að eins óbeinlínis í ljós, heldur
en beint úttalaðar, þá flnnur maður eins glögt fyrir því,
hve heitt hjartað slær.
Ég get ekki stilt mig urn að enda þessar línur með
oinkennilegu dæmi upp á íslenzkan ritdómaraskap, eins
og hann gerist af lakasta tæginu. Éað brennur nefni-
lega helzt til of oft við hjá oss enn, að velvild eða ó-
vild við höfund, eða þá kostnaðarmann, rits, ræður meiru
eða minnu í dómum. En þetta getur þó komið svo
fram stundum, að það só gert með einhverri greind og
skynbragði. Pað eru að minsta kosti eins dæmi, að
heimskan og bjálfaskapurinn komi eins blánakið íram
fyrir skynbæra lesendur, eins og varð í „Éjóðólfl", þeg-
ar hann fór að minnast á þetta kver. Fyrst skrifar
einhver aðsendaii(?) stuttan og einfeldnislegan sleggju-
dóm um bókina, sem hann heflr sýnilega ekkert skilið í.
það var nú ekki tiltökumál í því blaði. En svo hnýtir
iitstjórinn(!) þar aftan við nokkrum ummælum, og gefur
meðal annars í skyn, að allmörg af kvæðunum sé ekki
sem bezf valin, telur það hefði verið miklu betra, að
sleppa ýmsum af þeim, en taka önnur betri eftir skáld-
ið í staðinn. Kitstjóra-skepnan heflr þannig auðsjáanlega
ekki lesift eina vitund í bókinni, sem hún er að rugla
um. Éví að hefði hún lesift bókina, þá er ætlandi, að
henni hefði skilizt það, að bókin er ein samanhang-
andi Ijóftsaga í 1K kvæðum. En af því að ritstjórinn
hafði ekki lesið eina línu í bókinni, heflr hann hugsað,
að þetta væri safn af sjálfstæðum ljóðkvæðum. En sam-
vizkusemin lýsir sér í aðferðinni, að látast vera að ræða