Nýja öldin - 01.12.1899, Síða 90
234
Nýja Óldín.
og 1. vísum Sigrúnar: „Bara syngja og lifa!“ (69.—72.
bls.) — Það hefir verið fundið skáldinu til foráttu, að
hann i „Sígrúnu í Hvammi" kvæði um „ást í meinum“.
En er ekki fult svo mikið til af henni í heiminum eins
og af ævarandi ást í meinalausum hjúskap? Og eru
ekki þær tilflnningar, sem ást i meinum eru samfara,
bæði sælan og bölið, eins sterkar og nokkrar aðrar til-
finningar í mannlegri sál? Og sé svo, er þá ekki ást í
meinum eins réttmætt og skáldlegt yrkisefni, eins og
hverjar aðrar mannlegar tilflnningar? 1 kvæði þessu er
hvorki verið að lofa né fegra ástríðurnar, sein lýst er,
né heldur að ámæla þeim beinlínis; það er að eins verið
að lýsa, skýra. Og það er hverju skáldi réttmætt við-
fangsefni. Vilji skáldið endilega vera siðalögmálspostuli
um leið, er sizt út á það að setja, ef hann gorir það
ekki á kostnað skáldskaparins. En engin nauðsyn er á
því, til þess að verk hans sé skáldskapur. Skáldskapur-
inn er hagleg endurspoglun mynda og tilflnninga mann-
lífsins. Mannlegar ástríðui- eru stórveldi, sem hafa margt
fyrir stafni, stórvaxin menningarfyrirtæki, hrikalegar
styrjaldir, ýmist við ofurefli, ýmíst við btilmagna, ýmist
við jafningja; stunduih réttlátgr st.yrja.ldir, st.undum
ranglát.ar, stundum beggja blands. En snild og skil-
ningsgáfa sögumeistarans, sern skrásetur viðburðina, getur
kornið jafnt í Ijós, hverjum viðburðurn sem hann lýsir,
ef hann heflr þá kosti til að bera. Og hvað er skáldið
annað en söguritari mannlegra ástríðna og tilfinniriga?
Jæja, í styztu máli sagt: mér þykir, og heflr alt af
þót.t, „Sigriin í Hvarnmi" snildarvel kveðin.
Það er satt, rneiri hlut.i allrar. bókarinnar er um
ást, mikið um augnabliks-ást, nokkuð um ást í meinum:
„Sú ást, er sælust, en sárust þó,
er sálirnar njóta í leyni
og — æ! — sern er öðrum að rneini!“