Nýja öldin - 01.12.1899, Qupperneq 97
Bókmentir vorar.
241
í’orv. Thorodd-
sen: Lýsiug
tslands.
Þetta er endurbætt útgáfa. Bókin var
þegai' i öndverðu bezta bók, og hefir þó,
sein von, var batnað enn, og auk þess
fríkkað við fjölda mynda. Ilún er svo
kunn, að hennar þarf ekki frekara að geta.
Allar þessar fjórar síðast töldu bækur eru gefnar út
í bókasafni alþýðu, og eins og vanf er, um bækur í því
sa.fni, eru þær allar prýðisvandaðar að prentun ogþappír
og prýddar myridum. Tvær inar síðast töldu eru fyrir
árið 1900. Þessi tvö ár heflr útg. verið heppinn í val'i
bóka sinna, hepnari en hann var 2. árið (1898).
Auk þessa heílr sami úfg. (Oddur Björnsson í Kaup-
mh.) gefið út tvö barna-kver í fyrra: stafrófskver og
Barnagull, bæði fögur á, að líta, en óvönduð og illa sain-
in i alla staði að öllu öðru leyti. Hefi ég getið þeirra
í „ísafold" og vil því ekki fleira um þau tala hér. Þau
eru verri en einkisnýtar bækur að öllu leyti nema mynd-
unum.
Sigurður Kristjánsson heldur alt af á-
Islendinga fram að gefa íit íslendinga-sögur.
Ég hefi oft áður minst á það lofsam-
lega fyrirtæki. í þetta sinn er það
Grettis-saga og Þórðar saga „Hræðu“, sem út eru kom-
nar. Því miður var ekki in nýja hollenzka útgáfa (Boer’s)
af Grettissögu komin út fyrri en þessi texta-útgáfa var
fullprentuð, og því hafa leshættir ekki orðið leiðróttir
eftir henni nema í vísna-skýringunum. Hefði þó likl.
veiáð þess verð að eyða einum 2 bls- eða svo undir
merkasta orðamun, og mátti gera það aftan við bókina.
— Þessa nýju útg. af Éórðar-sögu hefl ég enn ekki
fengið í hendur, að eins séð hana lauslega. Virðist mér
það kynlegt, að útg. skuli kaila J?órð ,.Hræðu“ í stað-
inn fyrir „Hreðu“. „Hreða" er ófriður, og er skylt
III
17