Nýja öldin - 01.12.1899, Síða 105
Bökmentir vorar.
249
þetta svo í öllum kvæðakókum, og það þeim sem þynnri
eru en þessi. Samt get get ég ekki dulist þess, að ég
varð mjög þreyttur, þegar ég hafði lokið við „Þingvalla-
förina", þessar 648 hexameturslinur. Ekki svo að skilja,
að það komi ekki fyrir fyndni innan um, en mér fund-
ust svo langir öræfa-sandar á milli grasblettanna; svo
mikið sandrokið, en sólrofin svo fá. Með öðrum orðum:
ég fann svo litla púður-]ygt í öilum reyknum. En vera
má að það stafi af því, að þeffærum mínum sé eitthvað
áfátt; ég skal ekki þrátta um það. Bara að það sé þá
ekki of margir áþekt skapaðir og ég að þessu leyti.
En hvað er svo að fást um það? Nóg er eftir samt
í bókinni að njóta og gleðjast við.
Ég hefi fundið í bókinni ijómandi falleg kvæði, sem
mér vóru ekki kunn áður; annaðhvort hafa þau ekki
komið fyr á prent, eða þau hafa ekki borið mér fyrir
augu (t. d. „Man ég það, er fyrst á fold“). Erfiljóð eru
ekki tekin í bókina, og er ekki það að harma þótt eigi
só prentuð upp á ný öll þau fádæmi, sem skáldið hefir
af þeim kveðið. En sum eru þau af erfiljóðum lians,
sem stór eftirsjá er að. Ég man t. a. m. eftir einu
kvæði, sem hann hafði kveðið eftir bavn, sem hann misti.
Ég las það annaðhvort í dagblaði eða á lausu blaði, er
það var prentað, en hefi aldrei séð það siðan. En það
var svo látlaust og hjartnæmt og fékk svo á mig, að
þau áhrif fyrnast aldrei. Éað byrjaði svo: „Nú geng ég
út með grátna kinn. Að grafa blessaðan ungann minn“.
En hvað er ég að orðlengja um þetta? Gröndals bók
verður keypt og lesin, og hans fjölmörgu snildarkvæði lifa,
þótt hin deyi, og munu lifa meðan íslenzkar bókmentir
lifa. Hvernig sem hann verður krufinn og kviðristur af
þeim, sem síðar rita langar ritgerðir um hann, og þótt
hann, elzta núlifandi skáld landsins, fari í gröfina ókross-
festur af konginum, þá hefir meðvitund þjóðarinnar fyrir