Freyja - 01.09.1901, Page 23

Freyja - 01.09.1901, Page 23
FRETJA 1(53 „Hvernig vildi það til?“ „Þannig, að hópur af konungssinnum fór í ránferð út á land, þeir íóru um hjá okkur og þekktu okkur strax. En svoleiðis var, að viku áður hittum við þenna sama hóp í Amboy lijá ekkjunni hans Noblels sál. Þegar við komum þangað voru þeir í þann veginn að nema á burtu tvær dætur hennar. Við drápum tvo af þeim, rákum hina á flótta, en sendum ekkjuna með dætrum hennar þangað sem þeim var óhætt. í þessum siðari hóp voru nokkrir af þeim sem við rákum á flóttann, þeir þekktu okkur strax og settu allann hópiun á okkur. í því kom faðir okkar út með byssu í hendinni og þá skutu þeir hann umsvifalaust, svo hann fell með flmm byssukúlur í hjartanu.“ „Það var hart,“ sagði Eóbert.“ ,,Það var líkt þrælseðli þeirraf“ sagði Karmel. ,,Og það er okkar eðli að hefna slíkra verka,“ sagði Mark alvar- lega. „Guð veit að við erum ekki blóðþyrstari en aðrir menn, þó við getum ekki með köldu blóði gengið fram hjá þeim mönnum sem snúa A móti föðurlandi sínu og myrða nágranna sína og samlanda sína. Okk- ur flnnst við gætum með góðri satnvizku hjálpað til að koma einhverju af þeim fyrir kattarnef.“ „Þei! þarna kemur vökumanns kallið, og klukkan er 11. Þegar hún er 12 verðum við að vera komnir héðan annars flnna þeir olckur ó- viðbúna,“ sagði Harry.“ • „Við verðutn ekki lengi að hafa slárnar f sundur. En ltvar skyldu vaktararnir haida sig, ég heyri að annar gengur hér stundum undir glugganum og liinn getur ekki verið langt í burtu,“ sagði njósnarinn." „Kærum okkur ekki unt það, við heyrum til þeirra þegar þeir koma,“ svaraði llóbert. Járnslárnar fyrir glugganum voru fjórar, tnátulega margar til að vopna þi félaga alla. Þær voru sívalar og góður þumlungur að þver- niáli. Þá fyrstu urðu þeir að saga skíhalt vegna þrengsla og voru þeir lengst að því. En svo voru þeir fijótir með ltinar. Meðan ú þessu stóð gekk varðmaðurinn tvisvar framhjá, þegar tvær slárnar voru í sundur leit Kóbert út til að sjá hvort varðmaðurinn færi, og sá hann að hann hvarf fyrir húshornið og gizkuðu d að ltann mætti þar hinum vaktaran- um. Þegar slárnar voru allar Iausar tóku þeir satnan ráð sín og var Itó- bert svo heppinn að hitta það ráð sem tiltækilegast þótti og hljóðaði það á þessa leið,- Kóbert ætlaði að renna sér niður fyrst og fela sig bak við tré er stóð útan við gluggann þar til varðmaðurinn færi fram hjá, æthtði ltann þá að vera til taks og klappa honum á höfuðið er hann sneri afrur og yrði þá auðvelt að komast út. Treyju Marks gætu þeir fest um járnslár end- ann og rent sér niður á henni, hún yrði nógu löng til þess.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.