Freyja - 01.09.1901, Síða 27

Freyja - 01.09.1901, Síða 27
FREYJÁ 107 menn hinumegin sundsins erum við sloppnir. En sjáið þennann n'iunga hjá ferjunni?" s;»gði Mark. Þeir kváðu svo vera, enda bar hann við sundið og sást því glögg- „Sjáið ná til. Yið hlaupum þangau, segjum honum að við séurn að elta strokumennina og áður en hann áttar sig gefum við honuni högg, sem nægir honum,“ sagði Mark. Þetta var gott ráð, svo þeir hlupu þangað og varðmaðnrinn, scm af fallbyssuákotinu vissi að fangar lisfðu sloppið, var vel vakandi spurði strax hvað þeir vildu og hverjir þeir væru. „Við erum á eftir strokumönnum. Ilafa þeir komið hingað? Settu íit ferjuna, fljótt! fljótt!" hrópaði Marlc. „Nei, þar eru------ Lengra komst ferjumaðurinn ekki því þ i kom járnið í höfuð hon- om svo hann steinrotaðist. Þeir félagar hrundu át ferjunni og reru yfir sundið, sem ckki var nema hálf míla á breidd, á fáum mínútum. „Jæja, þá erum við lahsir við vökumcnnina, en samt erum við ekki lausir við alla konungssinna, enn þá, því þeir eru eins og mý á mykju- skán, og hafi þeir söð merkið, verða þeir á verði iíka,“ sagði Mark. „Auðvitað, en nú stöndum við betur að vígi og getum forðast þá ef við verðum varir við nokkra hi-eyfingu,“ sagði Harry. „Svo er það, við skulum ekki hugsa um ókomna liœttu heldur hraða ferðum okkar. Við förum alfaraveg og víkjum ekki fyrir neinum sex konungssinnum,“ svaraði Mark. Svo héldu þeir áfram ferð sinni þar til þeir komu að bændabýli einu seni Róbert kannaðist við og hermennirnir fóru frain hjá cr þeir íiuttu þá Karmel til fangahússins. „Hér eru hestar,’1 sagði Mark. „Svo er það. En hverjir eiga þá?“ spurði Róbert. „Það get ög ekki sagt. En stundum gistír þar ferðafólk scm ætlar yflr um sundið, en kernur of seint, því engum er leyft yttr eftir klukk- an rdu að kvöldinu. Við skulum iíta inn í hesthúsið,“ sagði Jlark. Þeir fölagar gengu þá að bakdyrunum á hesthúsinu,sem hör eins og annarstaðar í suður rikjunuui um það leyti, stóð andspænis íbúðarhús- inu öðrumegin brautarinnar. Fóru þeir varlega og urðu engra manna varir, röðu þeir af því að engir þar hefðu vaknað við fallbyssuskotið ella myndi fólk á flakki. Þeir félagar litu inn um lítinn glugga á hesthúsinu og sáu ljósker hanga í vegg þar inni og þóttust þeir þá vita að þar myndi og maður vera. Leituðu þeir nú fyrir sör hvort hægt væri að opna. Fundu þeir á hurðinni lítinn hlera og með því að ýta honum frá, gátu þeir rött inn

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.